Ekkert lát á skjálftavirkni við Reykjanesbraut

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 1. apríl 2025

Ekkert lát á skjálftavirkni við Reykjanesbraut

Íbúar Vallanna í Hafnarfirði höfðu orðið varir við skjálftavirkni áður en skjálfa tók af krafti við Reykjanestá, svo mjög að þess varð vart á Vestur- og Suðurlandi.

Ekkert lát á skjálftavirkni við Reykjanesbraut

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 1. apríl 2025

Innan við þrír kílómetrar eru frá mestu skjálftavirkninni og að …
Innan við þrír kílómetrar eru frá mestu skjálftavirkninni og að Reykjanesbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar Vall­anna í Hafnar­f­irði höfðu orðið var­ir við skjálfta­virkni áður en skjálfa tók af krafti við Reykja­nestá, svo mjög að þess varð vart á Vest­ur- og Suður­landi.

Íbúar Vall­anna í Hafnar­f­irði höfðu orðið var­ir við skjálfta­virkni áður en skjálfa tók af krafti við Reykja­nestá, svo mjög að þess varð vart á Vest­ur- og Suður­landi.

Að öll­um lík­ind­um valda þessu skjálft­ar aust­ur af Vog­um og skammt suður af Reykja­nes­braut, sem vís­inda­menn Veður­stofu telja að séu af sök­um kviku­gangs sem hafi teygt sig þarna til norðurs.

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði, tel­ur á sama tíma lík­legra að fleka­hreyf­ing­ar komi skjálftun­um af stað.

Um og yfir þrem­ur að stærð

Hvað sem því líður virðist sem ekk­ert lát sé á skjálfta­virkn­inni. Stærstu skjálft­arn­ir á svæðinu hafa mælst um og yfir þrem­ur að stærð.

Þá eru nú inn­an við þrír kíló­metr­ar frá mestu skjálfta­virkn­inni og að Reykja­nes­braut.

Enn hef­ur þó mest borið á þeim stóru skjálft­um sem urðu við Reykja­nestá nú síðdeg­is.

mbl.is