Litlar breytingar á fjármálaáætlun

Alþingi | 1. apríl 2025

Litlar breytingar á fjármálaáætlun

Ríkisstjórnin hélt upp á 100 daga afmæli sitt í gær og kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir 2026-2030. Oddvitar stjórnarinnar lögðu áherslu á traust og trúnað í samstarfinu, en að áherslan fram á við yrði á efnahagslegan stöðugleika, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika.

Litlar breytingar á fjármálaáætlun

Alþingi | 1. apríl 2025

Forystukonur ríkisstjórnarinnar svara spurningum á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Forystukonur ríkisstjórnarinnar svara spurningum á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Rík­is­stjórn­in hélt upp á 100 daga af­mæli sitt í gær og kynnti nýja fjár­mála­áætl­un fyr­ir 2026-2030. Odd­vit­ar stjórn­ar­inn­ar lögðu áherslu á traust og trúnað í sam­starf­inu, en að áhersl­an fram á við yrði á efna­hags­leg­an stöðug­leika, fyr­ir­hyggju og fyr­ir­sjá­an­leika.

Rík­is­stjórn­in hélt upp á 100 daga af­mæli sitt í gær og kynnti nýja fjár­mála­áætl­un fyr­ir 2026-2030. Odd­vit­ar stjórn­ar­inn­ar lögðu áherslu á traust og trúnað í sam­starf­inu, en að áhersl­an fram á við yrði á efna­hags­leg­an stöðug­leika, fyr­ir­hyggju og fyr­ir­sjá­an­leika.

Stefnt er að halla­laus­um rík­is­sjóði 2027 og jafn­vægi í op­in­ber­um rekstri 2028. Hagræða á í op­in­ber­um rekstri um 107 millj­arða króna, m.a. með kerf­is­breyt­ing­um og sam­ein­ingu stofn­ana, sem leitt geti til fækk­un­ar op­in­berra starfa. Þjón­usta og nýt­ing fjár­muna rík­is­ins verði í for­gangi.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði við kynn­ingu fjár­mála­áætl­un­ar í gær­morg­un að hún væri afar skýr, með út­færðum aðgerðum ólíkt fyrri áætl­un­um. Ekki er þó að sjá að nýja fjár­mála­áætl­un­in sé veru­lega frá­brugðin hinni fyrri.

Þar er þó kynnt ný „stöðug­leika­regla“, sem kann að leiða til skatta­hækk­ana, hvað sem öll­um heit­streng­ing­um um hið gagn­stæða líður, ef út­gjöld­in þenj­ast út.

Alls er gert ráð fyr­ir 35 millj­örðum kr. í ný út­gjöld, mestu eða 11 millj­örðum í fé­lags- og trygg­inga­mál, sem Inga Sæ­land fé­lags­málaráðherra seg­ir að muni gagn­ast 65 þúsund ör­yrkj­um og eldri borg­ur­um, „tryggja um­tals­verðar kjara­bæt­ur fyr­ir 95% ör­yrkja“, sagði hún.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði Flokk fólks­ins hafa haft af­ger­andi áhrif á fjár­mála­áætl­un­ina, sem sýndi vel mik­il­vægi hans og áhrif í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi þótt ein­hverj­ir hefðu viljað ef­ast um hann. Hún gerði lítið úr vand­ræðum flokks­ins og af­leiðing­um fyr­ir stjórn­ina, þótt ráðherra­skipti hefðu orðið í liðinni viku.

Nýir tekju­stofn­ar, eins og tvö­föld­un veiðigjalda, end­ur­skoðað bif­reiðagjald frá 1. júlí og gjald við nátt­úruperl­ur, eiga að styðja við fjár­mála­áætl­un­ina.

mbl.is