Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 1. apríl 2025

Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði

Af vefmyndavélum að dæma er litla gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Aðeins má sjá litla glóð hér og þar á gossprungunni og í hraunbreiðunni. 

Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 1. apríl 2025

Eldgosið braust út norður af Grindavík í morgun.
Eldgosið braust út norður af Grindavík í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af vefmyndavélum að dæma er litla gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Aðeins má sjá litla glóð hér og þar á gossprungunni og í hraunbreiðunni. 

Af vefmyndavélum að dæma er litla gosvirkni að sjá á sprungunni sem opnaðist í morgun rétt norður af Grindavík. Aðeins má sjá litla glóð hér og þar á gossprungunni og í hraunbreiðunni. 

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að áfram mælist skjálftavirkni og aflögun vegna kvikuhreyfinga á norðausturenda kvikugangsins sem myndaðist í dag. Skjálftavirkni hefur mælst á um 20 kílómetra löngu svæði, mælt frá suðurenda gossprungunnar að þeim stað þar sem skjálftavirknin er mest núna. 

Skjálftavirknin er enn á talsverðu dýpi og eru engin merki um að kvikan sem er á ferðinni sé að leita til yfirborðs. 

15 milljónir rúmmetrar skilað sér til yfirborðs

„Samkvæmt líkanreikningum síðdegis í dag var áætlað að um 15 milljónir rúmmetra af kvikumagni hefðu skilað sér til yfirborðs. Áður en gos hófst höfðu um 22 milljónir rúmmetra bæst við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi frá síðasta eldgosi og því er mögulegt að enn sé innistæða fyrir frekari kvikuhreyfingum,“ segir í tilkynningunni. 

Segir þar jafnframt að meðan áfram mælist jarðskjálftavirkni og aflögun í kvikuinnganginum sem myndaðist í dag þurfi að reikna með því að ný gossprunga geti opnast. Talið er líklegt að sú opnun yrði þar sem skjálftavirknin er mest núna. 

Ef til gosopnunar kæmi má reikna með að því fylgi talsverð skjálftavirkni sem íbúar í Vogum yrðu varir við.

mbl.is