Skortir greiningu á afleiðingum

Veiðigjöld | 1. apríl 2025

Skortir greiningu á afleiðingum

Helsta áhyggjuefnið vegna stórfelldrar hækkunar veiðigjalds er að vinnsla fari úr landi, að sögn Guðrúnar Arndísar Jónsdóttur, forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Skortir greiningu á afleiðingum

Veiðigjöld | 1. apríl 2025

Innlend vinnsla skapar fjölda starfa beint og óbeint.
Innlend vinnsla skapar fjölda starfa beint og óbeint. Morgunblaðið/Eggert

Helsta áhyggju­efnið vegna stór­felldr­ar hækk­un­ar veiðigjalds er að vinnsla fari úr landi, að sögn Guðrún­ar Arn­dís­ar Jóns­dótt­ur, for­stöðumanns Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.

Helsta áhyggju­efnið vegna stór­felldr­ar hækk­un­ar veiðigjalds er að vinnsla fari úr landi, að sögn Guðrún­ar Arn­dís­ar Jóns­dótt­ur, for­stöðumanns Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðvar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.

„Ég ótt­ast að það kunni að fara tölu­vert meira óunnið úr landi. Þá er ég ekki endi­lega að hugsa um þess­ar stærstu en frek­ar mikið af þess­um smærri vinnsl­um,“ seg­ir hún ísam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Hún tel­ur alls ekki óeðli­legt að ríkið fái greitt fyr­ir af­not af auðlind í eigu sam­fé­lags­ins og seg­ir sí­fellt ástæðu til að end­ur­skoða aðferðir og upp­hæðir, en tel­ur rík­is­stjórn­ina mögu­lega fara of geyst í hækk­an­ir.

Guðrún Arn­dís seg­ir hug­mynd­ir um um­fangs­mikla hækk­un veiðigjalds þurfa að byggja á grein­ingu á því hverj­ar af­leiðing­arn­ar kunna að verða fyr­ir út­gerðirn­ar og vinnsl­urn­ar. „Ég er ekki síður að hugsa um all­ar hliðargrein­arn­ar og all­an þann iðnað, eins og til dæm­is Kerec­is, Mar­el og fleiri. Það eru ótal mörg fyr­ir­tæki á bak við hvern rekst­ur. Það þarf að fara í grein­ingu hvað þetta varðar.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is