Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum

Poppkúltúr | 1. apríl 2025

Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum

Suður-kóreski leikarinn Kim Soo-hyun hefur gefið út opinbera yfirlýsingu þar sem hann neitar ásökunum fjölskyldu leikkonunnar Kim Sae-ron, sem framdi sjálfsvíg í febrúar.

Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum

Poppkúltúr | 1. apríl 2025

Það hefur staðið styr um hugsanlega orsök fyrir örlagaríkri ákvörðun …
Það hefur staðið styr um hugsanlega orsök fyrir örlagaríkri ákvörðun leikkonunnar Kim Sae-ron þegar hún svipti sig lífi í febrúar. Samsett mynd/Instagram/YONHAP/AFP

Suður-kór­eski leik­ar­inn Kim Soo-hyun hef­ur gefið út op­in­bera yf­ir­lýs­ingu þar sem hann neit­ar ásök­un­um fjöl­skyldu leik­kon­unn­ar Kim Sae-ron, sem framdi sjálfs­víg í fe­brú­ar.

Suður-kór­eski leik­ar­inn Kim Soo-hyun hef­ur gefið út op­in­bera yf­ir­lýs­ingu þar sem hann neit­ar ásök­un­um fjöl­skyldu leik­kon­unn­ar Kim Sae-ron, sem framdi sjálfs­víg í fe­brú­ar.

„Ég get ekki geng­ist við því sem ég gerði ekki,“ sagði hinn 37 ára Soo-hyun á blaðamanna­fundi í Seoul í gær.

Miðpunkt­ur deilna í kring­um and­lát Sae-ron eru tvær ásak­an­ir; að Soo-hyun hafi átt í sam­bandi við Sae-ron þegar hún var fimmtán ára og að umboðsskrif­stofa hans hafi þrýst á hana að end­ur­greiða lán sem hún skuldaði skrif­stof­unni.

And­lát Sae-ron var mikið áfall og hafði áhrif víðs veg­ar í Suður-Kór­eu og í skemmt­anaiðnaðinum, enda mikið bak­slag fyr­ir Soo-hyun sem hef­ur gert það gott í fjölda þáttasería og kvik­mynd­um og er hvað þekkt­asti leik­ar­inn þar í landi.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni sagði Soo-hyun að þótt þau hefðu átt í árs­sam­bandi á full­orðins­ár­um hafi hann aldrei átt í sam­bandi við hana þegar hún var und­ir aldri.

Blaðamanna­fund­ur­inn í gær kom í kjöl­farið á margra vikna ásök­un­um á báða bóga, á milli fjöl­skyldu Sae-ron og Soo-hyun sjálfs. Leik­ar­inn hafði þagað um ásak­an­irn­ar þar til í gær. Á blaðamanna­fund­in­um brast hann í grát og staðfesti að þau hefðu ein­ung­is hist á full­orðins­ár­um.

Deil­ur á milli Soo-hyun og fjöl­skyldu Sae-ron

Sjálf var Sae-ron und­ir árás­um í net­heim­um á tíma­bili eft­ir að hún var sektuð um 14.000 doll­ara fyr­ir að keyra und­ir áhrif­um 2022. Fyr­ir þann tíma hafði hún verið tal­in ein efni­leg­asta leik­kona Suður-Kór­eu. 

Hún var hjá sömu umboðsskrif­stofu, Gold­Medal­ist, og Soo-hyun, sem var stofnuð af ætt­ingja hans. Hún yf­ir­gaf umboðsskrif­stof­una í des­em­ber 2022. 

Fjöl­skylda leik­kon­unn­ar hélt því fram að Gold­Medal­ist hefði greitt sekt­ina vegna ölv­unar­akst­urs Sae-ron. Umboðsskrif­stof­an höfðaði svo mál gagn­vart Sae-ron þar sem hún var kraf­in um end­ur­greiðslu. Hún á að hafa beðið um meiri frest en þeirri beiðni var ekki svarað.

Á blaðamanna­fund­in­um neitaði Soo-hyun því að Sae-ron hefði tekið þessa ör­laga­ríku ákvörðun um líf sitt vegna skuld­ar­inn­ar. 

Hann hef­ur verið notaður í ófá­ar aug­lýs­ing­ar fyr­ir hin ýmsu fyr­ir­tæki sem mörg hver hafa nú fjar­lægt allt efni tengt hon­um og slitið sam­starfi við hann, þ.á.m há­tísku­vörumerkið Prada.

Þá var þáttaröð á Disney+ þar sem Soo-hyun fer með aðal­hlut­verk einnig tek­in úr sýn­ingu. Lögmaður Soo-hyun sagðist í gær hafa lagt fram kæru á hend­ur fjöl­skyldu Sae-ron en fjöl­skyld­an hef­ur ekki tjáð sig eft­ir blaðamanna­fund­inn.

BBC

mbl.is