Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur og fyrrverandi þingmaður, kveðst aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum vanlíðan yfir innlendri fréttamynd og í gær þegar sérsveitarmenn höfðu komið Hermanni Ólafssyni í jörðina til að handtaka eftir atvik með byssu í Grindavík.
Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur og fyrrverandi þingmaður, kveðst aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum vanlíðan yfir innlendri fréttamynd og í gær þegar sérsveitarmenn höfðu komið Hermanni Ólafssyni í jörðina til að handtaka eftir atvik með byssu í Grindavík.
Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur og fyrrverandi þingmaður, kveðst aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum vanlíðan yfir innlendri fréttamynd og í gær þegar sérsveitarmenn höfðu komið Hermanni Ólafssyni í jörðina til að handtaka eftir atvik með byssu í Grindavík.
Hermann, sem er á sjötugsaldri, var í gær handtekinn af sérsveitarmönnum í Grindavík eftir að hafa stungið haglabyssu upp í loftið fyrir myndatöku.
Lögreglan heldur því fram að björgunarsveitarfólki hafi verið ógnað með skotvopni en Hermann heldur því fram að hann sé saklaus.
„Ég held að sjaldan hafi ég upplifað jafnmikla vanlíðan yfir innlendri fréttamynd og þeirri þar sem sérsveitarmenn höfðu keyrt Hemma á grúfu i götuna til þess að handjárna hann. Ég fylltist svo mikilli hryggð yfir henni að ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ skrifar Páll Valur á facebook.
Hann tekur fram að hann ætli ekki að setja sig í neitt dómarasæti og að um sé að ræða mál þar sem það er orð á móti orði.
Páll kveðst hafa þekkt Hermann í 40 ár og „annan eins öðling hef ég nánast ekki hitt.“ Hann segir Hermann ekki óumdeildan en þannig sé það alltaf þegar kemur að „stórmennum“ eins og Hermanni.
„Sannur Grindvíkingur, ótrúlegur vinnuþjarkur, útgerðarmaður, bóndi og mikill veiðimaður í víðasta skilningi þess orðs. Einn af fremstu stuðningsmönnum félagasamtaka hvaða nöfnum sem þau nefnast í Grindavík og glöggt merki um það er nafn heimavallar knattspyrnudeildarinnar okkar, Stakkavíkurvöllur,“ segir Páll en Hermann er fyrrum forstjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Stakkavíkur.
„Vonandi mun þetta mál leysast á farsælan hátt sem og öll málefni okkar Grindvíkinga en eitt er víst sama hvað öðru líður að þá væri saga Grindavíkur og líf okkar íbúa fátæklegri án hans. Okkur þykir ofur vænt um hann Hemma okkar á Stað.“
Hægt er að lesa færsluna í heild sinni hér að neðan.