„Bæði illa tímasett og óábyrg“

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

„Bæði illa tímasett og óábyrg“

„Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda. Boðuð hækkun er bæði illa tímasett og óábyrg, sérstaklega í ljósi loðnubrests og núverandi skattaumhverfis sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir í bókun fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Fjarðabyggðar í gær.

„Bæði illa tímasett og óábyrg“

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

Bæjarráð Fjarðabyggðar er andvígt stórfellda aukningu veiðigjalda.
Bæjarráð Fjarðabyggðar er andvígt stórfellda aukningu veiðigjalda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda. Boðuð hækkun er bæði illa tímasett og óábyrg, sérstaklega í ljósi loðnubrests og núverandi skattaumhverfis sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir í bókun fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Fjarðabyggðar í gær.

„Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda. Boðuð hækkun er bæði illa tímasett og óábyrg, sérstaklega í ljósi loðnubrests og núverandi skattaumhverfis sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir í bókun fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Fjarðabyggðar í gær.

Segir þar að sjávarútvegur sé einn af burðarásum atvinnulífs í Fjarðabyggð sem og undirstaða í útflutningi landsins alls og treysti samfélögin í sveitarfélaginu á öfluga starfsemi fyrirtækja í greininni.

Í bókun Fjarðalistans segir að mikilvægi sjávarútvegs fyrir atvinnulífið á svæðinu sé óumdeilt og nauðsynlegt að ítarlegt mat fari fram á áhrifum veiðigjalda á samfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Áhersla er á að álagning veiðigjalda sé sanngjörn, fyrirsjáanleg og styðji við verðmætasköpun.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is