„Það hefur sýnt sig að ofbeldið hefur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heimilum þar sem ofbeldi er við lýði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, í Dagmálum.
„Það hefur sýnt sig að ofbeldið hefur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heimilum þar sem ofbeldi er við lýði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, í Dagmálum.
„Það hefur sýnt sig að ofbeldið hefur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heimilum þar sem ofbeldi er við lýði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, í Dagmálum.
Í þættinum sagði Linda Dröfn frá starfsemi Kvennaathvarfsins, hlutverki þess og algengi heimilisofbeldis hér á landi, ásamt þeim Elísabetu Sveinsdóttur og Guðnýju Pálsdóttur forsvarskonum Á allra vörum fjáröflunarátaksins. Í ár beinir Á allra vörum söfnun sinni að byggingu nýs Kvennaathvarfs til að mæta brýnni þörf þolenda sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis.
Fyrsta Kvennaathvarfið var stofnað árið 1982 og hefur slíkt athvarf verið starfandi sleitulaust síðan þá. Allar götur síðan hefur athvarfið verið rekið með það að markmiði að veita konum og börnum þeirra sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi stuðning og öryggi í heimilislegu umhverfi þar sem rík áhersla er lögð á fagmennsku, hlýhug, sveigjanleika og rútínu.
„Það var einmitt svo athyglisvert það sem hún sagði okkur hún Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra og alþingiskona, að þegar fyrsta athvarfið var opnað þarna 1982, og hún var ein þeirra kvenna sem hafði forystu um það, að það kom þarna lítill tveggja ára drengur með móður sinni og hann svaf í þrjá sólarhringa algerlega samfleytt. Hann var algerlega úrvinda en það vissi enginn að þetta hefði þessi áhrif á barnið í þá daga,“ lýsir Elísabet.
„Pælið í því. Þarna er lítið barn sem getur eiginlega ekkert tjáð sig en barnið var svo ofboðslega þreytt,“ bætir hún við og Guðný tekur undir:
„Já, hann hafði kannski ekkert sofið heila nótt lengi kannski án þess að vera undir þessari streitu,“ segir hún og hefur líklega á réttu að standa þar sem börn sem búa við heimilisofbeldi eru sögð lifa við verulega streituvaldandi aðstæður sem geta leitt til vanheilsu.
„Það er þessi léttir sko og það er enn þann dag í dag í rauninni þessi misskilningur og oft ákveðnar ranghugmyndir um að ef að barnið horfir ekki beint upp á ofbeldið eða verði ekki fyrir því beint að þá hafi það minni áhrif. Mæðurnar reyna oft líka að telja sér trú um það að þær séu að verja börnin með því að passa að þau séu farin að sofa þegar eitthvað gerist eða eitthvað slíkt en börn eru svo næm. Ef það er ofbeldi inni á heimilinu þá vita þau það og finna það,“ segir Linda og bendir á að ofbeldi sem þrífst innan veggja heimila hafi ekki síður gríðarleg áhrif á andlega heilsu og líðan barna.
„Það þarf rosalega mikið utanumhald og eftirfylgni með þessum börnum.“
Hvernig styðjið þið við þessi börn, með hvers konar meðferðum?
„Við erum í nánum samskiptum við barnavernd og barnavernd kemur einnig að málum í stuðningi við börnin og þar eru sálfræðingar og annað slíkt. En í athvarfinu vinnur ráðgjafi barna sem einblínir algerlega á börnin og mæðurnar því það þarf að vinna með mæðrunum, hvernig þær nálgast börnin og hvernig þær ræða við börnin sín því oft eru þær algerlega úrvinda. Þær þurfa líka stuðning í því hvernig þær nálgast börnin,“ segir Linda en í einhverjum tilfellum verður ofbeldið mæðrunum um megn sem getur leitt til þess að þær verði ekki færar um að fullnægja grunnþörfum barna sinna á meðan ástandið er sem verst.
„Við erum með húsmóður sem vinnur alla daga þannig að þegar börnin koma heim úr skólanum þá bíður þeirra heitt bananabrauð og það er matur á sama tíma, þannig það er þessi rammi, og þessir einföldu hlutir í rauninni, þetta hljómar ekki mjög flókið en það er svo mikilvægt að það sé bara starfsmaður sem einbeitir sér að þessu og að mæðrunum. Af því það eru svo þær sem halda áfram að vera með börnunum þegar þær fara frá okkur.“
Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að nálgast allt viðtalið í heild.