„Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa“

Dagmál | 2. apríl 2025

„Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa“

„Það hefur sýnt sig að ofbeldið hefur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heimilum þar sem ofbeldi er við lýði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, í Dagmálum. 

„Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa“

Dagmál | 2. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það hef­ur sýnt sig að of­beldið hef­ur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heim­il­um þar sem of­beldi er við lýði,“ seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, í Dag­mál­um. 

    „Það hef­ur sýnt sig að of­beldið hef­ur gríðarleg áhrif á börn sem búa inni á heim­il­um þar sem of­beldi er við lýði,“ seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, í Dag­mál­um. 

    Í þætt­in­um sagði Linda Dröfn frá starf­semi Kvenna­at­hvarfs­ins, hlut­verki þess og al­gengi heim­il­isof­beld­is hér á landi, ásamt þeim Elísa­betu Sveins­dótt­ur og Guðnýju Páls­dótt­ur for­svars­kon­um Á allra vör­um fjár­öfl­un­ar­átaks­ins. Í ár bein­ir Á allra vör­um söfn­un sinni að bygg­ingu nýs Kvenna­at­hvarfs til að mæta brýnni þörf þolenda sem þurfa að flýja heim­ili sín vegna of­beld­is.

    Dreng­ur­inn úr­vinda 

    Fyrsta Kvenna­at­hvarfið var stofnað árið 1982 og hef­ur slíkt at­hvarf verið starf­andi sleitu­laust síðan þá. All­ar göt­ur síðan hef­ur at­hvarfið verið rekið með það að mark­miði að veita kon­um og börn­um þeirra sem verða fyr­ir of­beldi í nánu sam­bandi stuðning og ör­yggi í heim­il­is­legu um­hverfi þar sem rík áhersla er lögð á fag­mennsku, hlýhug, sveigj­an­leika og rútínu.

    „Það var ein­mitt svo at­hygl­is­vert það sem hún sagði okk­ur hún Álf­heiður Inga­dótt­ir, fyrr­um ráðherra og alþing­is­kona, að þegar fyrsta at­hvarfið var opnað þarna 1982, og hún var ein þeirra kvenna sem hafði for­ystu um það, að það kom þarna lít­ill tveggja ára dreng­ur með móður sinni og hann svaf í þrjá sól­ar­hringa al­ger­lega sam­fleytt. Hann var al­ger­lega úr­vinda en það vissi eng­inn að þetta hefði þessi áhrif á barnið í þá daga,“ lýs­ir Elísa­bet. 

    „Pælið í því. Þarna er lítið barn sem get­ur eig­in­lega ekk­ert tjáð sig en barnið var svo ofboðslega þreytt,“ bæt­ir hún við og Guðný tek­ur und­ir:

    „Já, hann hafði kannski ekk­ert sofið heila nótt lengi kannski án þess að vera und­ir þess­ari streitu,“ seg­ir hún og hef­ur lík­lega á réttu að standa þar sem börn sem búa við heim­il­isof­beldi eru sögð lifa við veru­lega streitu­vald­andi aðstæður sem geta leitt til van­heilsu.

    Börn­in eru næm

    „Það er þessi létt­ir sko og það er enn þann dag í dag í raun­inni þessi mis­skiln­ing­ur og oft ákveðnar rang­hug­mynd­ir um að ef að barnið horf­ir ekki beint upp á of­beldið eða verði ekki fyr­ir því beint að þá hafi það minni áhrif. Mæðurn­ar reyna oft líka að telja sér trú um það að þær séu að verja börn­in með því að passa að þau séu far­in að sofa þegar eitt­hvað ger­ist eða eitt­hvað slíkt en börn eru svo næm. Ef það er of­beldi inni á heim­il­inu þá vita þau það og finna það,“ seg­ir Linda og bend­ir á að of­beldi sem þrífst inn­an veggja heim­ila hafi ekki síður gríðarleg áhrif á and­lega heilsu og líðan barna.

    „Það þarf rosa­lega mikið ut­an­um­hald og eft­ir­fylgni með þess­um börn­um.“

    Hvernig styðjið þið við þessi börn, með hvers kon­ar meðferðum?

    „Við erum í nán­um sam­skipt­um við barna­vernd og barna­vernd kem­ur einnig að mál­um í stuðningi við börn­in og þar eru sál­fræðing­ar og annað slíkt. En í at­hvarf­inu vinn­ur ráðgjafi barna sem ein­blín­ir al­ger­lega á börn­in og mæðurn­ar því það þarf að vinna með mæðrun­um, hvernig þær nálg­ast börn­in og hvernig þær ræða við börn­in sín því oft eru þær al­ger­lega úr­vinda. Þær þurfa líka stuðning í því hvernig þær nálg­ast börn­in,“ seg­ir Linda en í ein­hverj­um til­fell­um verður of­beldið mæðrun­um um megn sem get­ur leitt til þess að þær verði ekki fær­ar um að full­nægja grunnþörf­um barna sinna á meðan ástandið er sem verst. 

    „Við erum með hús­móður sem vinn­ur alla daga þannig að þegar börn­in koma heim úr skól­an­um þá bíður þeirra heitt ban­ana­brauð og það er mat­ur á sama tíma, þannig það er þessi rammi, og þess­ir ein­földu hlut­ir í raun­inni, þetta hljóm­ar ekki mjög flókið en það er svo mik­il­vægt að það sé bara starfsmaður sem ein­beit­ir sér að þessu og að mæðrun­um. Af því það eru svo þær sem halda áfram að vera með börn­un­um þegar þær fara frá okk­ur.“

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast allt viðtalið í heild.

    Börn sem búa við heimilisofbeldi lifa við verulega streituvaldandi aðstæður.
    Börn sem búa við heim­il­isof­beldi lifa við veru­lega streitu­vald­andi aðstæður. Ljós­mynd/​Pex­els/​Boom
    mbl.is