Engin grið við verðmætabjörgun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Engin grið við verðmætabjörgun

„Við bara vitum það ekki. Við fáum að vita það í hádeginu hvort við fáum að fara inn að vinna,“ sagði Hafliði Hjaltalín Ingólfsson, verkstjóri hjá fiskvinnslunni Einhamri í Grindavík, í samtali við mbl.is í dag um óvissuþrunginn gang mála þar í bænum í kjölfar áttunda eldgossins á Reykjanesskaga í þeirri hrinu sem á köflum hefur vakið heimsathygli.

Engin grið við verðmætabjörgun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Hafliði Hjaltalín, verkstjóri hjá Einhamri í Grindavík, segir andrúmsloft atvinnulífsins …
Hafliði Hjaltalín, verkstjóri hjá Einhamri í Grindavík, segir andrúmsloft atvinnulífsins þrungið óvissu þar í bænum, en fiskur eru hans ær og kýr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við bara vitum það ekki. Við fáum að vita það í hádeginu hvort við fáum að fara inn að vinna,“ sagði Hafliði Hjaltalín Ingólfsson, verkstjóri hjá fiskvinnslunni Einhamri í Grindavík, í samtali við mbl.is í dag um óvissuþrunginn gang mála þar í bænum í kjölfar áttunda eldgossins á Reykjanesskaga í þeirri hrinu sem á köflum hefur vakið heimsathygli.

„Við bara vitum það ekki. Við fáum að vita það í hádeginu hvort við fáum að fara inn að vinna,“ sagði Hafliði Hjaltalín Ingólfsson, verkstjóri hjá fiskvinnslunni Einhamri í Grindavík, í samtali við mbl.is í dag um óvissuþrunginn gang mála þar í bænum í kjölfar áttunda eldgossins á Reykjanesskaga í þeirri hrinu sem á köflum hefur vakið heimsathygli.

Sagði Hafliði þá vinnufélagana vera með fulla kælibifreið af fiski uppi á Ásbrú þótt aðgangsmál á svæðinu séu öll á huldu. „Við vitum ekki hvort við eigum að selja eða hvort við getum unnið hann á morgun,“ sagði Hafliði og bætti því við að þeir Einhamarsmenn hefðu í fyrstu haldið að þeim yrði hleypt inn í bæinn í morgun, en í kjölfarið hefðu óvissuþættirnir hlaðist upp.

Skýjaflókar sigla hjá á himni á meðan hjól atvinnulífsins snúast …
Skýjaflókar sigla hjá á himni á meðan hjól atvinnulífsins snúast í Grindavík, ekki hnökralaust með öllu þessi dægrin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar mbl.is ræddi við hann á ný undir kvöld kom í ljós að allt hafði blessast. „Við vorum að taka síðasta afurðadótið úr kælinum, vorum komnir með fiskinn sjálfan, þegar þeir opnuðu Grindavík fyrir þá sem eru að vinna þar svo 45 mínútum seinna var allt komið á fullt og fólkið byrjað að vinna,“ segir Hafliði, „þetta voru aðallega aukaafurðir, hryggir, bein og afskurður og svo einhver tvö bretti sem fóru upp á flugvöll,“ útskýrir hann.

Láta engan bilbug á sér finna

Hafliði segir stefnt að vinnu á morgun, nú sé allt opið í Grindavík. „Frá síðasta gosi hefðum við getað unnið hvern einasta dag, en þegar þessi gos koma veit maður ekkert hvenær maður getur byrjað og það er dálítið lýjandi að þurfa alltaf að rífa allt úr kælunum af því að við vitum ekki hvenær við byrjum,“ segir hann og kveður starfsfólk Einhamars í Grindavík engan bilbug láta á sér finna þegar að björgun og flutningi kælivara komi, menn og konur fari einfaldlega í málin þegar færi gefst.

mbl.is