Enn má sjá talsverðan reyk við varnargarðana austur af gróðurhúsi ORF á Reykjanesskaga.
Enn má sjá talsverðan reyk við varnargarðana austur af gróðurhúsi ORF á Reykjanesskaga.
Enn má sjá talsverðan reyk við varnargarðana austur af gróðurhúsi ORF á Reykjanesskaga.
Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að reykurinn komi frá gossprungunni sem myndaðist undir varnargarðinum í gær. Hún segir ekkert óeðlilegt við að það komi upp reykur á þessu svæði þar sem það sé enn þá glóandi hraun undir.
„Það er enn þá mjög mikill hiti í þessu og glóandi hraun þarna undir. Það tekur mjög langan tíma fyrir svona hraun að kólna,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að áfram hafi mælst stöðugir skjálftar í kvikuganginum norðan Fagradalsfjalls og norðaustur að Vatnsleysuheiði síðastliðinn sólarhring.
Segir hún að í kringum 100 jarðskjálftar hafa mælst á hverjum klukkutíma síðasta sólarhring en að stærð þeirra hafi farið hægt minnkandi frá því í morgun. Mælast þeir flestir nú undir einum að stærð.