Fengu sér eins húðflúr í tilefni af fyrsta brúðkaupsafmælinu

Instagram | 2. apríl 2025

Fengu sér eins húðflúr í tilefni af fyrsta brúðkaupsafmælinu

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, innsigluðu ást sína með eins húðflúrum í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli sínu.

Fengu sér eins húðflúr í tilefni af fyrsta brúðkaupsafmælinu

Instagram | 2. apríl 2025

Hjónin!
Hjónin! Skjáskot/Facebook

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, innsigluðu ást sína með eins húðflúrum í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli sínu.

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, innsigluðu ást sína með eins húðflúrum í tilefni af eins árs brúðkaupsafmæli sínu.

Húðflúrið er rúnatákn, samsett úr upphafsstöfum þeirra, og staðsett á baugfingri.

Páll Óskar deildi skemmtilegu myndskeiði af þeim á húðflúrstofunni á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Eins árs brúðkaupsafmæli (27. mars) og við Antonio fengum okkur tattoo í tilefni dagsins. Ég hef aldrei fengið mér tattoo og emjaði eins og stunginn grín við barnsburð. Takk @brynjarbtattoo og takk Antonio fyrir að vera besti eiginmaður í heimi,“ skrifaði Páll Óskar við myndskeiðið.

Páll Óskar og Edgar Antonio gengu í hjónaband þann 27. mars í fyrra og greindu frá gleðitíðindunum á Facebook.

„Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika.

Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri.“

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

mbl.is