Gæti leitt til eldgoss við Reykjanestá

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Gæti leitt til eldgoss við Reykjanestá

„Mér finnst þessi skjálftavirkni sem hefur haldið áfram við Reykjanestána, eftir að gosið við Sundhnúkagaröðina byrjaði og lauk skömmu síðar, mjög athyglisverð.“

Gæti leitt til eldgoss við Reykjanestá

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Við Reykjanestá.
Við Reykjanestá. mbl.is/Sigurður Bogi

„Mér finnst þessi skjálfta­virkni sem hef­ur haldið áfram við Reykja­nestána, eft­ir að gosið við Sund­hnúkagaröðina byrjaði og lauk skömmu síðar, mjög at­hygl­is­verð.“

„Mér finnst þessi skjálfta­virkni sem hef­ur haldið áfram við Reykja­nestána, eft­ir að gosið við Sund­hnúkagaröðina byrjaði og lauk skömmu síðar, mjög at­hygl­is­verð.“

Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðipró­fess­or við mbl.is.

Skjálfta­virkni er enn tals­verð við Reykja­nestá eft­ir að síðdeg­is í gær urðu þar stór­ir skjálft­ar sem fund­ust víða á land­inu.

Þor­vald­ur Þórðar­son við gosstöðvarnar í gær.
Þor­vald­ur Þórðar­son við gosstöðvarn­ar í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hreyf­ing­ar á mis­gengj­um

Jarðvís­inda­menn á Veður­stofu Íslands segja skjálft­ana lík­lega vera svo­kallaða gikk­skjálfta vegna spennu­breyt­inga sem hafa orðið vegna jarðhrær­ing­anna á Sund­hnúkagígaröðinni.

Þor­valdi finnst þetta vera und­ar­leg skýr­ing og hann seg­ist ekki geta metið skjálft­ana sem gikk­skjálfta.

„Mér finnst þetta benda til þess að það séu hreyf­ing­ar á mis­gengj­um eða veik­leika­belt­um sem tengj­ast fleka­skil­un­um og séu tektón­ísk­ar hreyf­ing­ar,“ seg­ir hann.

Kveðst hann ekki geta full­yrt um hvort kvika sé að safn­ast þarna und­ir en hon­um finnst líta út fyr­ir að al­menn spennu­los­un eigi sér stað á fleka­skil­un­um.

At­b­urðarás­in nær út í Eld­ey

Þor­vald­ur er spurður hvort hann telji að eld­gos gæti brot­ist út við Reykja­nestá.

„Ég get al­veg séð það fyr­ir mér. Allt sem er að ger­ast á þessu svæði finnst mér vera und­ir­bún­ing­ur fyr­ir eitt­hvað slíkt,“ seg­ir hann.

„Þessi at­b­urðarás nær al­veg út í Eld­ey og ef þetta er spennu­los­un þá býr hún til pláss þar sem kvika get­ur auðveld­lega fyllt í það. Ef hún er á yfirþrýst­ingi þá kem­ur hún upp.“

Breyt­ing­ar á Reykja­nesskag­an­um

Hon­um finnst flest benda til þess að það séu breyt­ing­ar í gangi á Reykja­nesskag­an­um og menn þurfi að vera vel á varðbergi og bún­ir und­ir að eitt­hvað meira fari að ger­ast.

„Svona mik­il skjálfta­virkni á stutt­um kafla á þessu belti teng­ist spennu­los­un sem er sú mesta sem við höf­um séð frá at­b­urðunum 10. nóv­em­ber 2023, og við vit­um hvað kom á eft­ir því.“

mbl.is