Bandaríska söngkonan Meghan Trainor geislaði af gleði og þokka er hún gekk niður rauða dregilinn í Inglewood í Kaliforníu á laugardag.
Bandaríska söngkonan Meghan Trainor geislaði af gleði og þokka er hún gekk niður rauða dregilinn í Inglewood í Kaliforníu á laugardag.
Bandaríska söngkonan Meghan Trainor geislaði af gleði og þokka er hún gekk niður rauða dregilinn í Inglewood í Kaliforníu á laugardag.
Trainor var viðstödd Billboard-verðlaun kvenna í tónlist og vakti mikla athygli á rauða dreglinum, þá helst vegna mikilla útlitsbreytinga, en söngkonan hefur grennst töluvert á síðustu mánuðum og gekkst einnig undir brjóstastækkun og brjóstalyftingu fyrr á árinu.
Söngkonan, sem er þekkt fyrir hreinskilni sína á samfélagsmiðlum, tjáði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag eftir að hafa fengið ítrekaðar spurningar frá fréttamönnum sem vildu allir fá að vita leyndarmálið á bak við breytt útlit hennar.
Trainor viðurkenndi að þyngdartapið væri tilkomið, að einhverju leyti, vegna notkunar á þyngdarstjórnunarlyfinu Mounjaro en hún sagðist einnig hafa fengið góða hjálp frá næringarráðgjafa og þjálfara.
Mikil aukning hefur verið í notkun lyfja á borð við Ozempic, Saxenda, Mounjaro og Wegovy síðustu ár og hafa margar Hollywood-stjörnur, þar á meðal Oprah Winfrey, Mindy Kaling, Sharon Osbourne, Josh Gad, Jonathan Van Ness, Whoopi Goldberg og Kelly Clarkson viðurkennt að hafa notfært sér slík lyf til að grennast.