„Hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum“

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

„Hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum“

„Bæjarstjórn hvetur ráðherra sjávarútvegsmála til að leggja sig fram um að eiga eðlilegt og sjálfsagt samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál og sýna fram á hver möguleg áhrif verða á sveitarfélög og sjávarbyggðir ef frumvarpið verður að lögum.“

„Hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum“

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

Bæjarstjórn samþykkti bókun samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkti bókun samhljóða. Ljósmynd/Suðurnesjabær

„Bæjarstjórn hvetur ráðherra sjávarútvegsmála til að leggja sig fram um að eiga eðlilegt og sjálfsagt samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál og sýna fram á hver möguleg áhrif verða á sveitarfélög og sjávarbyggðir ef frumvarpið verður að lögum.“

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar gagnrýnir harðlega vinnubrögð stjórnvalda við framlagningu á drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Gagnrýndur er skammur fyrirvari til umsagnar, að ekki liggi fyrir greining á áhrifum og að óttast sé að boðuð hækkun muni hafa slæm áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki í bænum. 

Þetta kemur fram í bókun sem sett var fram samhljóða af fulltrúum O-lista, D-lista, S-lista og B-lista. 

Vika of stuttur tími 

„Í fyrsta lagi er gefinn mjög skammur tími til að veita umsagnir um frumvarpið, einungis 7 virkir dagar þar til samráði skal lokið. Um er að ræða mjög stórt og mikilvægt hagsmunamál fyrir sveitarfélög og sjávarbyggðir í landinu og það er því lágmarks krafa að gefinn sé góður tími fyrir sveitarfélögin til að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélög og sjávarbyggðirnar,“ segir í bókuninni. 

Þá segir að í 129.grein sveitarstjórnarlaga eru ákvæði um að upplýsingar um áhrif frumvarpsins eigi að liggja fyrir þegar svona mál eru lögð fram og hafa áhrif á sveitarfélögin.

<br/><br/>

„Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af því að framkvæmd laganna, ef þau verða samþykkt, muni hafa neikvæð áhrif á umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í sveitarfélaginu.“

Bent er á að ýmsa afleidda þjónustustarfsemi sem fylgi starfsemi sjávarútvegsins og gefið í skyn að slík störf séu í hættu. Þá er lýst áhyggjum af neikvæðum áhrifum á landvinnslu sjávarafla. 

Samþjöppun áhyggjuefni 

Þá er lýst yfir áhyggjum af því að lagasetningin kunni að stuðla að samþjöppun í sjávarútvegi. 

„Bæjarstjórn bendir á að auk ýmissa áhrifa sem lagasetningin getur komið til með að hafa í för með sér sé sú hætta að útgerðir fiskiskipa í millistærð, einstaklings-og fjölskylduútgerðir leggist af og að veiðiheimildir þeirra færist til stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ef það gerist er hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum sem byggja á atvinnustarfsemi í og við sjávarútveg auk þess sem veiðiheimildir safnist enn frekar til stærri sjávarútvegsfyrirtækja.“

Hvetja ráðherra til samráðs 

„Bæjarstjórn hvetur ráðherra sjávarútvegsmála til að leggja sig fram um að eiga eðlilegt og sjálfsagt samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál og sýna fram á hver möguleg áhrif verða á sveitarfélög og sjávarbyggðir ef frumvarpið verður að lögum.“

mbl.is