„Það sem vekur með manni ugg fyrir hönd heimilanna og fyrirtækjanna í landinu er að það eru 1.358 dagar eftir af kjörtímabilinu,“ sagði Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.
„Það sem vekur með manni ugg fyrir hönd heimilanna og fyrirtækjanna í landinu er að það eru 1.358 dagar eftir af kjörtímabilinu,“ sagði Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.
„Það sem vekur með manni ugg fyrir hönd heimilanna og fyrirtækjanna í landinu er að það eru 1.358 dagar eftir af kjörtímabilinu,“ sagði Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.
Hann kvað sér hljóðs undir liðnum störf þingsins í dag þar sem hann fór yfir fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar og sagði að stjórnvöld hefðu svo „sannarlega sýnt á spilin“.
„Það er svo sannarlega hægt að segja að hún gangi hreint til verks þessa fyrstu 100 daga. Eins og sönn vinstri stjórn ræðst hún strax í að hækka skatta og þyngja álögur á fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu,“ sagði Jens.
Hann bætti við að fagnarðarerindið væri boðað í nýrri fjármálaáætlun þar sem ráðist væri að grunnatvinnuvegum þjóðarinnar með tvöföldun veiðigjalda, með tilheyrandi afleiðingum fyrir strandbyggðirnar um allt land. Þá væri auðlindagjald boðað á ferðaþjónustuna sem hefði varað við auknum áskorunum í atvinnugreininni.
„Rétt er að taka fram að þetta gjald mun leggjast jafnt á erlenda ferðamenn sem og Íslendinga alla sem ætla að heimsækja sínar náttúruperlur,“ bætti Jens við.
Þá sagði hann að heimilin og restin af atvinnulífinu myndu ekki sleppa undan fagnaðarerindi vinstri stjórnarinnar.
„Fella á niður samsköttun milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Kemur þetta harðast niður á ungum fjölskyldum sem eru í fæðingarorlofi. Fyrir kosningarnar var boðað að loka ehf.-gatinu sem beindist ekki síst að litlum atvinnurekendum eins og pípurum, smiðum, hárgreiðslufólki og öðrum sem eru í litlum atvinnurekstri. En gott fólk, í dag heitir þetta því fína nafni „endurskoðun viðmiðunarreglna um reiknuð laun í atvinnurekstri“,“ sagði Jens.