Líf í Grindavíkurhöfn: Stefna á fulla keyrslu

Líf í Grindavíkurhöfn: Stefna á fulla keyrslu

Það var líflegt um að litast í Grindavíkurhöfn í dag þrátt jarðhræringar á Reykjanesskaganum að undanförnu. Framkvæmdastjóri Vísis reiknar með „fullri keyrslu“ næstu mánuðina.

Líf í Grindavíkurhöfn: Stefna á fulla keyrslu

Vísir hf. flytur til Grindavíkur | 2. apríl 2025

Landað í Grindavík fyrr í dag.
Landað í Grindavík fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var líflegt um að litast í Grindavíkurhöfn í dag þrátt jarðhræringar á Reykjanesskaganum að undanförnu. Framkvæmdastjóri Vísis reiknar með „fullri keyrslu“ næstu mánuðina.

Það var líflegt um að litast í Grindavíkurhöfn í dag þrátt jarðhræringar á Reykjanesskaganum að undanförnu. Framkvæmdastjóri Vísis reiknar með „fullri keyrslu“ næstu mánuðina.

„Við fórum inn með helming af mannskap og tókum hálfan dag. Svo reiknum við bara með fullri keyrslu vonandi næstu mánuði eins og við erum búin að gera síðan 1. september,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, í samtali við mbl.is. 

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru á vettvangi þegar línu­skip Vís­is hf. í Grinda­vík, Sig­hvat­ur GK-57, landaði í Grindavíkurhöfn en hann kom í land með ríflega 70 tonn af þorski, ýsu, löngu og steinbít.

Hér má sjá mynd tekna úr loft af lönduninni.
Hér má sjá mynd tekna úr loft af lönduninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Voru með mikið af fiski í húsunum er það gaus

Pétur segir að starfsemi Vísis hafi legið niðri á mánudaginn þegar gaus en hann segir að frá  og með morgundeginum hefjist á ný full starfsemi. 

Fyrirtækið er með heilmikla starfsemi í Grindavík og er t.a.m. með saltfiskvinnslu og frystihús í bænum.

„Það lönduðu tveir um helgina á laugardeginum úr Vestmannaeyjum þannig við vorum með óvenju mikið af fiski í húsunum núna þegar það gaus. Svo landaði Páll [Jónsson GK] náttúrulega á sunnudeginum,“ segir Pétur. 

Frá lönduninni.
Frá lönduninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bærinn í bakgrunni.
Bærinn í bakgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is