Óska eftir gögnum frá forsætisráðuneytinu

Óska eftir gögnum frá forsætisráðuneytinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir öllum gögnum frá forsætisráðuneytinu sem varða mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sem leiddi til þess að hún sagði sig frá ráðherraembætti.

Óska eftir gögnum frá forsætisráðuneytinu

Ásthildur Lóa segir af sér | 2. apríl 2025

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Karítas

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is hef­ur óskað eft­ir öll­um gögn­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu sem varða mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, sem leiddi til þess að hún sagði sig frá ráðherra­embætti.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is hef­ur óskað eft­ir öll­um gögn­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu sem varða mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, sem leiddi til þess að hún sagði sig frá ráðherra­embætti.

Þetta upp­lýs­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, við mbl.is.

Óska eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða regl­ur gilda

Skipt­ar skoðanir hafa verið á hvort trúnaðarbrest­ur hafi verið fram­inn í for­sæt­is­ráðuneyt­inu vegna máls­ins.

Á meðal þess sem óskað er eft­ir er aðgengi að þeim gögn­um sem að málið varðar, en einnig er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða regl­ur gilda um meðferð er­inda, líkt og ráðuneyt­inu barst frá fyrr­ver­andi tengda­móður barns­föður Ásthild­ar.

Seg­ir Vil­hjálm­ur nefnd­ina eiga von á því að gögn­in ber­ist á næstu dög­um.

„Við mun­um kalla til okk­ar gesti og fara yfir hvaða regl­ur gilda og hvernig meðferðin sam­ræm­ist því,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is