Rannsókn málsins ekki breyst

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Rannsókn málsins ekki breyst

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir engar breytingar hafa orðið á rannsókn máls Hermanns Ólafssonar, sem var handtekinn í gærdag fyrir að beina byssu að björgunarsveitarmanni í Grindavík.

Rannsókn málsins ekki breyst

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir engar breytingar hafa orðið á rannsókn máls Hermanns Ólafssonar, sem var handtekinn í gærdag fyrir að beina byssu að björgunarsveitarmanni í Grindavík.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir engar breytingar hafa orðið á rannsókn máls Hermanns Ólafssonar, sem var handtekinn í gærdag fyrir að beina byssu að björgunarsveitarmanni í Grindavík.

Hermann hefur sjálfur tjáð sig um atvikið í fjölmiðlum og hélt því fram við mbl.is í gær að það væri „haugalygi“ að hann hefði beint byssu að björgunarsveitarmanninum.

Hann hefði stungið haglabyssu upp í loftið í gríni eftir að björgunarsveitarmaður hafði beðið um mynd og að vel hefði verið tekið í grínið.

Engin ástæðan til þess að taka afstöðu

„Það mál er bara í rannsókn hjá lögreglu,“ segir Úlfar í samtali við mbl.is.

Hann segir skýrslu hafa verið tekna af Hermanni og þeim sem urðu vitni. Nú þurfi að sjá hver niðurstaðan verður, en ekki er hægt að segja til um hvenær hún liggi fyrir.

Þá hefur rannsóknin í sjálfu sér ekkert breyst eftir viðtal Hermanns.

„[...] og engin ástæða til þess að taka afstöðu til þess sem maðurinn segir í viðtölum,“ segir lögreglustjórinn.

mbl.is