Ríkisstjórnin sökuð um brot á lögum

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

Ríkisstjórnin sökuð um brot á lögum

Ísafjarðarbær lítur svo á að tillaga stjórnvalda um stórlega aukið veiðigjald ógni stöðugleika byggðar í sveitarfélaginu og segir ríkisstjórnina vanrækja skyldur sínar sem útlistaðar eru í sveitarstjórnarlögum.

Ríkisstjórnin sökuð um brot á lögum

Veiðigjöld | 2. apríl 2025

Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir …
Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggðir landsins sem háðar eru sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Ísafjarðarbær lítur svo á að tillaga stjórnvalda um stórlega aukið veiðigjald ógni stöðugleika byggðar í sveitarfélaginu og segir ríkisstjórnina vanrækja skyldur sínar sem útlistaðar eru í sveitarstjórnarlögum.

Ísafjarðarbær lítur svo á að tillaga stjórnvalda um stórlega aukið veiðigjald ógni stöðugleika byggðar í sveitarfélaginu og segir ríkisstjórnina vanrækja skyldur sínar sem útlistaðar eru í sveitarstjórnarlögum.

Þá gerir sveitarfélagið kröfu um að gefinn verði lengri frestur til að greina hugsanleg áhrif áforma ríkisstjórnarinnar og tími til að skila umsögn í samráðsgátt verði lengdur.

Þetta kemur fram í umsögn sveitarfélagsins um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Í umsögninni, sem undirrituð er af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur bæjarstjóra, er vísað til bókunnar bæjarráðs frá 31. mars síðastliðnum þar sem segir: „Ísafjarðarbær er ekki ósammála því að útgerðir greiði sanngjarnt afgjald fyrir notkun á auðlindum sjávar. Þá eru fyrirheit um stóraukna innviðauppbyggingu jákvæð. Bærinn setur þó stórt spurningarmerki við þetta frumvarp.“

Engin gögn

Telja kjörnir fulltrúar íbúa sveitarfélagsins að fyrirhuguð breyting geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegssveitarfélög sem reiða sig á greinina til atvinnu og tekjuöflunar.

„Þrátt fyrir þessa óvissu fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina né einstök sveitarfélög sem er með öllu óásættanlegt. Er þetta einnig í andstöðu við 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.

Sagan hefur sýnt að róttækar breytingar á atvinnuveginum geta haft slæm áhrif á byggðarlög á landsbyggðinni. Ísafjarðarbær telur tillöguna bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi,“ segir í bókuninni.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

mbl.is