Sprungur gleikkuðu í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Sprungur gleikkuðu í Grindavík

Sprungur gliðnuðu meira í Grindavík þegar gos hófst aftur á Sundhnúkagígaröðinni í gær. Skjálftavirknin hefur færst norðar en áður og hefur ekki verið svona mikil í langan tíma.

Sprungur gleikkuðu í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. apríl 2025

Það varð nokkurra sentímetra gliðnun inni í Grindavík að sögn …
Það varð nokkurra sentímetra gliðnun inni í Grindavík að sögn Benedikts G. Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprungur gliðnuðu meira í Grindavík þegar gos hófst aftur á Sundhnúkagígaröðinni í gær. Skjálftavirknin hefur færst norðar en áður og hefur ekki verið svona mikil í langan tíma.

Sprungur gliðnuðu meira í Grindavík þegar gos hófst aftur á Sundhnúkagígaröðinni í gær. Skjálftavirknin hefur færst norðar en áður og hefur ekki verið svona mikil í langan tíma.

„Það varð nokkurra sentímetra gliðnun inni í Grindavík,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni, í samtali við Morgunblaðið. Gliðnunin varð til þess að það kviknaði í götukassa HS Veitna ofan við Víðihlíð í Grindavík um það leyti sem eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni var að brjótast út á tíunda tímanum í gærmorgun. Benedikt segir að töluverð hreyfing hafi orðið á sprungum í Grindavík.

„Þetta gætu verið tíu sentimetrar eða innan við það,“ segir Benedikt en þetta er talsvert minna en gliðnunin sem varð í janúar 2024, þegar gossprunga opnaðist innan bæjarmarka. Þá gliðnaði Grindavík um 1,4 metra á einum sólarhring.

Innan við tíu tímum eftir að gosið hófst virtist gossprungan hafa lokast. Aftur á móti var virknin enn stöðug og færði sig norður, í raun furðulega langt norður, sem bendir til þess að kvikugangurinn hafi lengst í þá átt.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

mbl.is