„Þetta er illa unnið og greint“

Dagmál | 2. apríl 2025

„Þetta er illa unnið og greint“

„Ef menn vilja tvöfalda veiðigjöld, þá eiga menn bara að tvöfalda veiðigjöld og segja „heyrðu þetta eru þá bara sextíu og sex prósent,“ eins og hlutirnir eru. Ekki að vera að slá ryki í augun á fólki,“ segir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í Dagmálum.

„Þetta er illa unnið og greint“

Dagmál | 2. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ef menn vilja tvö­falda veiðigjöld, þá eiga menn bara að tvö­falda veiðigjöld og segja „heyrðu þetta eru þá bara sex­tíu og sex pró­sent,“ eins og hlut­irn­ir eru. Ekki að vera að slá ryki í aug­un á fólki,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í Dag­mál­um.

    „Ef menn vilja tvö­falda veiðigjöld, þá eiga menn bara að tvö­falda veiðigjöld og segja „heyrðu þetta eru þá bara sex­tíu og sex pró­sent,“ eins og hlut­irn­ir eru. Ekki að vera að slá ryki í aug­un á fólki,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í Dag­mál­um.

    Hann gagn­rýn­ir að með frum­varp­inu um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald fylgi eng­ar grein­ar­gerðir eða sam­an­b­urður.

    „Þetta er illa unnið og greint, því miður. Og eins og ég segi, tvö­föld­un veiðigjalda, við get­um talað um hækk­un skatta á eft­ir eða eins og ég segi í öðru sam­hengi, en aðferðafræðin sem er beitt þarna, er al­gjör­lega verið að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. Og þetta mun koma niður á land­vinnslu.“

    Hann seg­ir það ekki hafa komið sér á óvart að stefnt væri að því að tvö­falda veiðigjöld, held­ur fyrst og fremst hversu bratt það sé gert.

    „Það lá al­veg fyr­ir að hluti stjórn­mála­flokka var bú­inn að boða alls kon­ar inn­grip inn í um­hverfi sjáv­ar­út­vegs­ins. Sam­fylk­ing­in var búin að boða tvö­föld­un. Ég held hún hafi nú talað um að gera það á tíu árum. Þetta er mjög bratt hvernig þetta er gert. Sam­ráðið er lítið við grein­ina og það er ekki bara verið að hækka veiðigjöld, það er verið að gjör­breyta ákveðnum strúkt­úr í viðmiði.“

    Brot úr viðtal­inu þar sem of­an­greint kem­ur fram má sjá í spil­ar­an­um hér efst en áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta hroft á viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

    mbl.is