Þorgerður um nýjustu vendingar: „Honum var alvara“

Þorgerður um nýjustu vendingar: „Honum var alvara“

Utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að sjá Bandaríkin setja 10% toll á allar innfluttar vörur frá Íslandi. Þó að Ísland sleppi betur en flestar vinaþjóðir okkar þá þurfi að líta á heildarmyndina. Mikið er í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf.

Þorgerður um nýjustu vendingar: „Honum var alvara“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 2. apríl 2025

Þorgerður ræddi við mbl.is um tollana sem Trump kynnti fyrr …
Þorgerður ræddi við mbl.is um tollana sem Trump kynnti fyrr í kvöld. Samsett mynd

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir mik­il von­brigði að sjá Banda­rík­in setja 10% toll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Íslandi. Þó að Ísland sleppi bet­ur en flest­ar vinaþjóðir okk­ar þá þurfi að líta á heild­ar­mynd­ina. Mikið er í húfi fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir mik­il von­brigði að sjá Banda­rík­in setja 10% toll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Íslandi. Þó að Ísland sleppi bet­ur en flest­ar vinaþjóðir okk­ar þá þurfi að líta á heild­ar­mynd­ina. Mikið er í húfi fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf.

Þetta kem­ur fram í sam­tali Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra við mbl.is.

Þor­gerður vill und­ir­strika að Ísland og Banda­rík­in hafi ávallt átt í góðum sam­skipt­um við Banda­rík­in og séu góðir banda­menn.

„Það eru mik­il von­brigði að sjá þessa góðu banda­menn okk­ar hækka tolla á inn­flutn­ing á okk­ar fyr­ir­tæki á Banda­ríkja­markaði, sér­stak­lega þegar við höf­um það í huga að markaður­inn hér heima er gal­op­inn fyr­ir banda­rísk­an inn­flutn­ing. Vöru­skipt­in á milli land­anna eru í jafn­vægi en um leið og ég segi þetta þá vil ég und­ir­strika að við vilj­um gefa okk­ur tíma, fara yfir þetta og greina stöðuna,“ seg­ir Þor­gerður.

Trump til­kynnti fyrr í kvöld 10% lág­mark­s­toll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna. Þar að auki lentu fleiri tug­ir þjóða í því að fá gagntolla frá Banda­ríkj­un­um sem eru marg­falt hærri. Ísland lenti ekki í því.

Starf­andi sendi­herra boðaður á fund

Hún seg­ir stjórn­völd munu boða at­vinnu­lífið til sam­ráðsfund­ar í fyrra­málið og síðan verði einnig starf­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna boðaður á fund á morg­un til að ræða stöðuna.

„Auðvitað er hægt að segja miðað við aðrar þjóðir – Norðmenn eru að fá 15% toll, ESB 20%, Sviss 31%, Liechten­stein 37% – að við séum að „sleppa“ vel. En í stóru mynd­inni, við sem erum fyr­ir frjálsa og opna markaði, að hag­kerfið virki fyr­ir stór sem lít­il lönd þá eru þetta ákveðin von­brigði að sjá Banda­rík­in feta þessa leið. En eins og ég segi þá ætl­um við að fara vel yfir þetta,“ seg­ir Þor­gerður.

Hún seg­ir að henni „líði ekk­ert bet­ur“ með að við séum að fá lægri tolla „á meðan aðrar þjóðir eru í skítn­um“.

Heild­ar­mynd­in skipti máli

Þor­gerður Katrín seg­ir að heild­ar­mynd­in skipti máli og að far­sæld vest­rænna lýðræðis­ríkja bygg­ist að miklu leyti á alþjóðleg­um viðskipt­um, opn­um mörkuðum og fyr­ir­sjá­an­leika. Það hafi skilað sér í vel­sæld fyr­ir fjöl­skyld­ur.

„Þetta er úr­lausn­ar­efni fyr­ir okk­ur, að það sé byrjað að beita toll­um aft­ur. Hon­um var al­vara og hann er að fylgja þeim eft­ir,“ seg­ir hún en vill ekk­ert segja til um það hvort að toll­arn­ir hafi verið lægri eða hærri en hún hafi bú­ist við.

Hún seg­ir miklu máli skipta að sam­skipti þjóðanna verði áfram góð enda séu þjóðirn­ar tengd­ar í varn­ar-, menn­ing­ar- og efna­hags­mál­um.

Mikið í húfi fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sagt að það sé til­búið að ráðast í hefnd­artolla gegn Banda­ríkj­un­um, þó að sam­bandið vilji helst kom­ast að niður­stöðu í gegn­um samn­inga.

Við erum ekki hluti af Evr­ópu­sam­band­inu en kem­ur til greina að taka þátt í slík­um aðgerðum, mögu­leg­um gagntoll­um?

„Ég ætla að gefa mér það að skoða og rýna þetta. Það sem við Íslend­ing­ar þurf­um, eins og Norðmenn hafa sjálf­ir líka talað um, er að passa að við lend­um ekki í þreföld­um aðgerðum. Toll­ar frá Banda­ríkj­un­um og toll­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu. Það höf­um við verið að gera á síðustu vik­um, ég og for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir Þor­gerður.

„Hvort við ætl­um að fara í ein­hverj­ar aðgerðir, ég ætla bara að leyfa mér að greina þetta og við þurf­um að gera þetta af yf­ir­veg­un. Því það er mjög mikið í húfi fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf, heim­ili og líka stóru mynd­ina í heim­in­um,“ seg­ir Þor­gerður.

mbl.is