Mikil skjálftavirkni hefur verið við Eldey á Reykjaneshrygg frá því í morgun. Ef miðað er við gögn Veðurstofu hafa frá miðnætti mælst tíu skjálftar um eða yfir þremur að stærð.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Eldey á Reykjaneshrygg frá því í morgun. Ef miðað er við gögn Veðurstofu hafa frá miðnætti mælst tíu skjálftar um eða yfir þremur að stærð.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við Eldey á Reykjaneshrygg frá því í morgun. Ef miðað er við gögn Veðurstofu hafa frá miðnætti mælst tíu skjálftar um eða yfir þremur að stærð.
Sá stærsti er 3,8 samkvæmt óyfirförnum mælingum. Sá mældist klukkan þrjú í nótt.
Stærsti skjálftinn samkvæmt yfirförnum mælingum varð klukkan 14.19 í dag og var sá 3,6 að stærð.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði við mbl.is fyrr í dag skjálftavirknina við Reykjanestána vera „mjög athyglisverða“. Hann sagðist þó ekki geta fullyrt um hvort kvika væri að safnast þar undir.
Náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofunni telja skjálftana á þessu svæði líklega vera gikkskjálfta vegna spennubreytinga í kjölfar jarðhræringanna á Sundhnúkagígaröðinni.