6,9 stiga skjálfti á Reykjaneshrygg

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

6,9 stiga skjálfti á Reykjaneshrygg

Stór jarðskjálfti varð á Reykjaneshrygg nú á þriðja tímanum eftir hádegi.

6,9 stiga skjálfti á Reykjaneshrygg

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Eldey stendur upp úr Reykjaneshryggnum úti fyrir Reykjanestá. Skjálftinn í …
Eldey stendur upp úr Reykjaneshryggnum úti fyrir Reykjanestá. Skjálftinn í dag varð þó mun sunnar. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Stór jarðskjálfti varð á Reykja­nes­hrygg nú á þriðja tím­an­um eft­ir há­degi.

Stór jarðskjálfti varð á Reykja­nes­hrygg nú á þriðja tím­an­um eft­ir há­degi.

Banda­ríska jarðfræðistofn­un­in USGS met­ur skjálft­ann 6,9 að stærð og er hann staðsett­ur á Reykja­nes­hrygg sam­kvæmt gögn­um henn­ar.

Skjálft­inn varð langt suður af Íslandi, eða á sömu breidd­ar­gráðu og suður­hluti Írlands, og reið yfir kl. 14.09.

Til marks um styrk skjálft­ans má nefna að suður­lands­skjálft­arn­ir árin 2000 og 2008 voru á bil­inu 6,3 til 6,6 stig.

Upptök skjálftans á korti USGS.
Upp­tök skjálft­ans á korti USGS.

Merki á öll­um skjálfta­mæl­um

Hér á landi mátti sjá merki um þenn­an stóra skjálfta á öll­um skjálfta­mæl­um og svo virðist sem enn verði eft­ir­skjálfta vart á mæl­um Veður­stofu við suður­strönd­ina.

Stór­ir skjálft­ar mæld­ust ekki langt frá þess­um stað í des­em­ber 2023, eins og fjallað var um þá.

mbl.is