Stóri kvikugangurinn sem myndaðist á þriðjudag er aðeins 1,5 kílómetra frá yfirborði þar sem hann liggur hæst í jarðskorpunni, um fimm kílómetra norðaustur af Stóra-Skógfelli. Þar er gangurinn mun nær Reykjanesbraut en Grindavík.
Stóri kvikugangurinn sem myndaðist á þriðjudag er aðeins 1,5 kílómetra frá yfirborði þar sem hann liggur hæst í jarðskorpunni, um fimm kílómetra norðaustur af Stóra-Skógfelli. Þar er gangurinn mun nær Reykjanesbraut en Grindavík.
Stóri kvikugangurinn sem myndaðist á þriðjudag er aðeins 1,5 kílómetra frá yfirborði þar sem hann liggur hæst í jarðskorpunni, um fimm kílómetra norðaustur af Stóra-Skógfelli. Þar er gangurinn mun nær Reykjanesbraut en Grindavík.
Ekki verður lengur vart við landsig í Svartsengi. Þetta þykir benda til þess að flæði kviku þaðan í kvikuganginn sé orðið svo lítið að það valdi ekki lengur aflögun á yfirborði jarðar.
Að mati Veðurstofu verður ólíklegra með tímanum að kvika nái upp á yfirborðið við norðausturhluta kvikugangsins, þó enn sé töluverð óvissa um það á meðan enn mælist mikill fjöldi smáskjálfta á svæðinu.
„Þetta mat er byggt á því að landsig mælist ekki í Svartsengi og því er kvikuflæði inn í ganginn orðið lítið. Einnig er meirihluti kvikunnar nú þegar farinn úr Svartsengi yfir í kvikuganginn og því er ólíklegt að nægur þrýstingur sé til staðar svo kvika geti brotið sér leið til yfirborðs,“ segir í nýrri tilkynningu Veðurstofunnar.
Tekið er fram að aflögunarmælingar á næstu dögum og vikum muni varpa ljósi á hvernig kvikusöfnunin undir Svartsengi þróast.
Þær sömu mælingar sýna að nyrsti hluti kvikugangsins liggur á svæði tæplega fjóra kílómetra norðan við Keili.
Út frá gervitunglamyndum og líkanreikningum má sjá að kvikugangurinn komst næst yfirborði þar sem hann liggur um 5 kílómetra norðaustur af Stóra-Skógfelli, en þar er efri hluti hans á um 1,5 km dýpi, eins og áður sagði.
Gervitunglamyndir sýna einnig sprunguhreyfingar yfir norðurhluta kvikugangsins á svæðinu norðaustan við Litla-Skógfell.
Einnig sjást sprunguhreyfingar innan Grindavíkurbæjar, þó á nokkuð minni en urðu í tengslum við eldgosið í janúar 2024.
Einnig mældust sprunguhreyfingar á Reykjanestá í kjölfar stóra skjálftans sem varð síðdegis 1. apríl.