Aðeins 1,5 kílómetrar niður á kvikuganginn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Aðeins 1,5 kílómetrar niður á kvikuganginn

Stóri kvikugangurinn sem myndaðist á þriðjudag er aðeins 1,5 kílómetra frá yfirborði þar sem hann liggur hæst í jarðskorpunni, um fimm kílómetra norðaustur af Stóra-Skógfelli. Þar er gangurinn mun nær Reykjanesbraut en Grindavík.

Aðeins 1,5 kílómetrar niður á kvikuganginn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar …
Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að því svæði þar sem kvikugangurinn liggur undir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stóri kviku­gang­ur­inn sem myndaðist á þriðju­dag er aðeins 1,5 kíló­metra frá yf­ir­borði þar sem hann ligg­ur hæst í jarðskorp­unni, um fimm kíló­metra norðaust­ur af Stóra-Skóg­felli. Þar er gang­ur­inn mun nær Reykja­nes­braut en Grinda­vík.

Stóri kviku­gang­ur­inn sem myndaðist á þriðju­dag er aðeins 1,5 kíló­metra frá yf­ir­borði þar sem hann ligg­ur hæst í jarðskorp­unni, um fimm kíló­metra norðaust­ur af Stóra-Skóg­felli. Þar er gang­ur­inn mun nær Reykja­nes­braut en Grinda­vík.

Ekki verður leng­ur vart við land­sig í Svartsengi. Þetta þykir benda til þess að flæði kviku þaðan í kviku­gang­inn sé orðið svo lítið að það valdi ekki leng­ur af­lög­un á yf­ir­borði jarðar.

Að mati Veður­stofu verður ólík­legra með tím­an­um að kvika nái upp á yf­ir­borðið við norðaust­ur­hluta kviku­gangs­ins, þó enn sé tölu­verð óvissa um það á meðan enn mæl­ist mik­ill fjöldi smá­skjálfta á svæðinu.

„Þetta mat er byggt á því að land­sig mæl­ist ekki í Svartsengi og því er kvikuflæði inn í gang­inn orðið lítið. Einnig er meiri­hluti kvik­unn­ar nú þegar far­inn úr Svartsengi yfir í kviku­gang­inn og því er ólík­legt að næg­ur þrýst­ing­ur sé til staðar svo kvika geti brotið sér leið til yf­ir­borðs,“ seg­ir í nýrri til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar.

Tekið er fram að af­lög­un­ar­mæl­ing­ar á næstu dög­um og vik­um muni varpa ljósi á hvernig kviku­söfn­un­in und­ir Svartsengi þró­ast.

Sprungu­hreyf­ing­ar á svæðinu yfir kviku­gang­in­um

Þær sömu mæl­ing­ar sýna að nyrsti hluti kviku­gangs­ins ligg­ur á svæði tæp­lega fjóra kíló­metra norðan við Keili.

Út frá gervi­tungla­mynd­um og lík­an­reikn­ing­um má sjá að kviku­gang­ur­inn komst næst yf­ir­borði þar sem hann ligg­ur um 5 kíló­metra norðaust­ur af Stóra-Skóg­felli, en þar er efri hluti hans á um 1,5 km dýpi, eins og áður sagði.

Gervi­tungla­mynd­ir sýna einnig sprungu­hreyf­ing­ar yfir norður­hluta kviku­gangs­ins á svæðinu norðaust­an við Litla-Skóg­fell.

Einnig sjást sprungu­hreyf­ing­ar inn­an Grinda­vík­ur­bæj­ar, þó á nokkuð minni en urðu í tengsl­um við eld­gosið í janú­ar 2024.

Einnig mæld­ust sprungu­hreyf­ing­ar á Reykja­nestá í kjöl­far stóra skjálft­ans sem varð síðdeg­is 1. apríl.

mbl.is