Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað

Alþingi | 3. apríl 2025

Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað

Ríkisstjórnin hefur lagt til í fjármálaáætlun að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks milli skattþrepa. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta verði skattahækkun sem muni hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur um allt land.

Afnema samsköttun: Segir fjölskyldum refsað

Alþingi | 3. apríl 2025

Guðrún segir að verið sé að auka skattbyrgði fjölskyldna. Daði …
Guðrún segir að verið sé að auka skattbyrgði fjölskyldna. Daði segir að áhrifin verði minniháttar. Samsett mynd

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt til í fjár­mála­áætl­un að af­nema sam­skött­un hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa. Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að þetta verði skatta­hækk­un sem muni hafa djúp­stæð áhrif á fjöl­skyld­ur um allt land.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt til í fjár­mála­áætl­un að af­nema sam­skött­un hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa. Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að þetta verði skatta­hækk­un sem muni hafa djúp­stæð áhrif á fjöl­skyld­ur um allt land.

„Þeir sem lenda í tíma­bundnu ójafn­vægi í tekj­um, til dæm­is vegna náms, veik­inda eða barna­upp­eld­is, munu nú greiða hærri skatta, ein­mitt þegar svig­rúmið er minnst. Þegar annað for­eldrið neyðist til að vera heima með barn vegna skorts á leik­skóla­plássi, þegar for­eldri er í fæðing­ar­or­lofi eða þegar par skipt­ir með sér ábyrgð og annað er í námi þá hækk­ar skatt­byrði heim­il­is­ins. Það ger­ist ná­kvæm­lega þegar tekj­urn­ar eru minnst­ar og út­gjöld­in eru mest,“ sagði Guðrún Haf­steins­dótt­ir í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um.

Sam­skött­un viður­kenn­ing á því að fjöl­skyld­an starfi sem ein heild

Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir að eitt af mark­miðunum sé að bæta skatt­skil, loka gluf­um og fækka und­anþágum.

„Und­ir þessa aðgerð heyra einnig áform um niður­fell­ingu sam­skött­un­ar milli skattþrepa í til­viki hjóna og sam­býl­is­fólks, brott­fall heim­ild­ar til að ráðstafa ónýtt­um per­sónu­afslætti til greiðslu fjár­magn­s­tekju­skatts,“ seg­ir í stefnu í fjár­mál­um hins op­in­bera.

Guðrún sagði sam­skött­un ekki bara vera skatta­legt tæki, held­ur sé hún viður­kenn­ing á því að heim­ili starfi sem ein heild og að tekj­ur séu sam­eig­in­leg­ar og ábyrgðin líka.

Með því að af­nema sam­skött­un­ina sé í reynd verið að rjúfa þessa heild í aug­um skatt­kerf­is­ins og gera lífið erfiðara fyr­ir heim­ili sem reyna að tak­ast á við aðstæður sem þau ráða oft ekki við.

Daði seg­ir áhrif­in vera minni hátt­ar

„Hvernig get­ur verið sann­gjarnt að ríkið taki stærri sneið af tekj­um heim­il­anna ná­kvæm­lega á þeim tíma­punkti þegar þau hafa minnst á milli hand­anna? Ef það er mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að styrkja fjöl­skyld­ur, hvers vegna er hún þá að refsa þeim fyr­ir ná­kvæm­lega það að vera fjöl­skylda?“ spurði Guðrún.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði að breyt­ing­in ætti við um nýt­ingu lægri skattþrepa fyr­ir hjón þar sem ann­ar aðili er í hærra skattþrepi en hinn.

„Fram fór ít­ar­leg grein­ing í fjár­málaráðuneyt­inu á því hvernig þessi breyt­ing legðist á tekju­dreif­ing­una og til­fellið er að þau dæmi sem hátt­virt­ur þingmaður Guðrún Haf­steins­dótt­ir nefn­ir hér um þá sem eru lík­leg­ir til að verða fyr­ir áhrif­um af þess­ari breyt­ingu eru í engu sam­ræmi við þau gögn sem fjár­málaráðuneytið hef­ur um það hverj­ir hafa notið þess­ara rétt­inda,“ sagði Daði.

Hann sagði því að áhrif­in yrðu minni hátt­ar á þá hópa sem Guðrún vísaði í.

„Taka meira af fjöl­skyld­um sem sýna ábyrgð“

Guðrún tók þá aft­ur til máls og sagði blasa við „að með því að af­nema sam­skött­un er verið að auka skatt­byrði fjöl­skyldna í land­inu ein­mitt þegar þær standa veikt.“

Hún sagði spurn­ing­una ekki bara snú­ast um skatta­lega út­færslu held­ur einnig um ábyrgð þegar stjórn­sýsl­an bregðist fólki.

„Þegar for­eldr­ar neyðast til að vera heima með börn vegna skorts á leik­skóla­plássi þá er það ekki einka­mál fjöl­skyld­unn­ar. Það er bein af­leiðing af stefnu og stjórn­leysi,“ sagði Guðrún.

Hún benti á að Sam­fylk­ing­in og Viðreisn hefðu átt sæti í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í rúm­an ára­tug þar sem leik­skóla­vand­inn væri „orðinn lang­vinn­ur og djúp­stæður.”

„Sama fólk og hef­ur ekki getað tryggt leik­skóla­pláss ætl­ar nú að hækka skatta á þau heim­ili sem neyðast til að finna lausn­irn­ar sjálf. Það á að taka meira af fjöl­skyld­um sem sýna ábyrgð, sem reyna að koma hlut­un­um í lag þrátt fyr­ir kerf­is­galla sem þær báru ekki ábyrgð á,“ sagði hún.

Skil­ur ekki teng­ing­una

Daði Már ít­rekaði fyrra svar en sagði túlk­un Guðrún­ar eng­an veg­inn í sam­ræmi við mat fjár­málaráðuneyt­is­ins né skattyf­ir­valda á því hverj­ir verða fyr­ir auk­inni skatt­heimtu.

„Ég skil því ekki al­veg þessa teng­ingu sem hátt­virt­ur þingmaður býr hér til,“ sagði Daði.

mbl.is