Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun

Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun

Bandarísk hlutabréf lækkuðu við opnun markaða í dag, daginn eftir að Donald Trump tilkynnti nýja tolla á innfluttar vörur. Dow Jones lækkaði um 3,6%, S&P 500 um 4% og Nasdaq um nær 5%.

Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. apríl 2025

S&P500 vísitalan tók dýfu við opnun markaða í Bandaríkjunum í …
S&P500 vísitalan tók dýfu við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag AFP

Bandarísk hlutabréf lækkuðu við opnun markaða í dag, daginn eftir að Donald Trump tilkynnti nýja tolla á innfluttar vörur. Dow Jones lækkaði um 3,6%, S&P 500 um 4% og Nasdaq um nær 5%.

Bandarísk hlutabréf lækkuðu við opnun markaða í dag, daginn eftir að Donald Trump tilkynnti nýja tolla á innfluttar vörur. Dow Jones lækkaði um 3,6%, S&P 500 um 4% og Nasdaq um nær 5%.

Nýja tollastefnan felur í sér 10% almenna tolla á flestar innfluttar vörur, auk sértækra hækkana – þar á meðal 20% á vörur frá Evrópusambandinu og 34% á innflutning frá Kína.

Sérfræðingar hafa varað við að tollarnir geti ýtt undir verðbólgu og haft neikvæð áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Fjárfestar fylgjast nú grannt með viðbrögðum helstu viðskiptaríkja og áhrifum á alþjóðaviðskiptakerfið.

mbl.is