Evrópa stendur frammi fyrir stórum spurningum um öryggis- og varnarmál í ört breytilegum heimi.
Evrópa stendur frammi fyrir stórum spurningum um öryggis- og varnarmál í ört breytilegum heimi.
Evrópa stendur frammi fyrir stórum spurningum um öryggis- og varnarmál í ört breytilegum heimi.
Hver eru lykilatriði Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í að tryggja áframhaldandi varnir og öryggi? Hver gætu áhrifin verið á Norður-Atlantshafið og á norðurslóðum?
Fjallað verður um þessar spurningar og fleiri, og svara við þeim leitað, á yfirgripsmikilli málstofu sem hefst klukkan 16 í dag.
Beint streymi frá Veröld, húsi Vigdísar:
Kl. 16.00:
Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, stýrir fundinum.
Kl. 16.25:
Evrópsk öryggis- og varnarmál: Hlutverk ESB og NATO. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst, stýrir umræðu.
Þátttakendur:
Jean-Pierre Van Aubel, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálastefnu ESB / Strategic Compass, utanríkisþjónustu ESB (EEAS).
Lucyna Golc-Kozak, staðgengill skrifstofustjóra öryggismálaskrifstofu utanríkisráðuneytis Póllands.
Erlingur Erlingsson, hernaðarfræðingur og fyrrverandi sendiráðsfulltrúi.
Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Spurningar og svör. Stutt hlé.
Kl. 17.20:
Öryggismál á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum með áherslu á samverkandi hlutverk ESB og NATO. Rakel Þorbergsdóttir, samskiptastjóri og fyrrverandi fréttastjóri, stýrir umræðu
Þátttakendur:
Claude Véron-Révillle, sérstakur erindreki Evrópusambandsins í norðurslóðamálum hjá utanríkisþjónustu ESB (EEAS).
Bergdís Ellertsdóttir, sérstakur sendiherra Íslands í norðurslóðamálum.
Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Danmerkur á Íslandi.
Roy Nordfonn, undirofursti og fulltrúi til Íslands, Joint Force Command Brunssum (NATO).
Spurningar og svör. Stutt lokaorð.
Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.