Fái að landa síld erlendis

Dagmál | 3. apríl 2025

Fái að landa síld erlendis

Breyting á lögum um veiðigjald kallar á hagræðingu innan sjávarútvegsins, segir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar.

Fái að landa síld erlendis

Dagmál | 3. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Breyt­ing á lög­um um veiðigjald kall­ar á hagræðingu inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins, seg­ir Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

    Breyt­ing á lög­um um veiðigjald kall­ar á hagræðingu inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins, seg­ir Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

    „Sjáv­ar­út­veg­ur­inn þarf auðvitað að mæta þessu svo að við séum sam­keppn­is­hæf í kostnaði þegar við erum að flytja fisk­inn út á markaði er­lend­is.“

    Hann seg­ir ljóst að vinnsl­um muni fækka.

    „Ég trúi því að fyr­ir­tæk­in beri gæfu til þess að búa til vinnslu­fé­lög og vinna sam­an. Kannski er það bara já­kvætt. Það er að segja, við nýt­um fjár­fest­ing­una bet­ur og svo fram­veg­is. En það er óhjá­kvæmi­legt skref að laga sig að þessu.“

    Verði þetta niðurstaðan kall­ar Gunnþór eft­ir því að opnað verði á lönd­un síld­ar er­lend­is til vinnslu.

    „Í dag meg­um við ekki landa ís­lenskri síld er­lend­is. Ef þeir ætla að fara að miða við eitt­hvað and­lag af mörkuðum er­lend­is fyr­ir ís­lenska síld sem verð, þá hljóta þeir að leyfa okk­ur að landa henni líka er­lend­is til vinnslu.“

    Sug­ur á virðiskeðjunni

    „Við erum að veiða fisk og við erum með af­nota­rétt á auðlind­inni okk­ar. Við höf­um þær skyld­ur að veiða hann með sjálf­bær­um hætti, koma hon­um í verðmæti og koma hon­um á er­lenda markaði, og skila gjald­eyri heim sem nýt­ist þjóðinni. Þetta er svona mjög ein­földuð mynd.

    Það verður bara að segj­ast al­veg eins og er, þetta er ákveðin virðiskeðja og mér finnst alltaf vera að bæt­ast fleiri og fleiri sug­ur utan á þessa virðiskeðju og verðmæta­sköp­un. Öll þessi skýrslu­gerð, all­ur þessi eft­ir­litsiðnaður og núna í þess­um sjálf­bærni­skýrsl­um. Þetta er gríðarlegt, og nú á að fara að taka upp ESG staðla og annað frá Evr­ópu­sam­band­inu og auka enn á upp­lýs­inga­gjöf og kröf­ur. Þetta kost­ar tíma og mikið af pen­ing­um. Er þess­um pen­ing­um ekki bet­ur varið í að auka verðmæt­in í virðiskeðjunni held­ur en að vera að sjúga út úr henni?“

    Gunnþór seg­ir um­hverfi sjáv­ar­út­vegs hlaðið gull­húðun og gagn­rýn­ir enn frem­ur að sum­ir reyni að gera sjáv­ar­út­veg­inn tor­tryggi­leg­an.

    „Kannski er maður svona gegnsósa, ég nátt­úru­lega lifi og hrær­ist í þessu all­an sól­ar­hring­inn og er bú­inn að gera það all­an minn starfs­fer­il. Þannig að ég veit al­veg hversu gegn­sætt þetta er og hvar öll gögn­in eru og hvernig þetta ligg­ur allt á op­in­ber­um vett­vangi. En það er eins og sumt fólk, það vilji bara ekki skilja hlut­ina eins og þeir eru. Það hent­ar þeirra málstað bet­ur að vera með ein­hverja dulúð og mála þetta ein­hverj­um skrítn­um lit­um.“

    Hann seg­ir stöðuna ekki aðeins bundna við sjáv­ar­út­veg.

    „Ég held að at­vinnu­lífið í heild sinni kalli dá­lítið eft­ir því að við tök­um skref til baka í ein­fald­leika og minnk­um aðeins farg­anið í kring­um okk­ur.“

    Brot úr viðtal­inu þar sem of­an­greint kem­ur fram má sjá í spil­ar­an­um hér efst en áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta hroft á viðtalið í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

    mbl.is