Gætum átt von á óvæntum atburðum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Gætum átt von á óvæntum atburðum

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitthvað sé að breytast þarna og við getum þess vegna búist við einhverjum óvæntum atburðum á næstunni út af þessu. Þetta er öðruvísi mynstur sem við erum að horfa á og öðruvísi atburðir.“

Gætum átt von á óvæntum atburðum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Þorvaldur Þórðarson.
Þorvaldur Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitt­hvað sé að breyt­ast þarna og við get­um þess vegna bú­ist við ein­hverj­um óvænt­um at­b­urðum á næst­unni út af þessu. Þetta er öðru­vísi mynstur sem við erum að horfa á og öðru­vísi at­b­urðir.“

„Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvað þetta þýðir en þetta leggst þannig í mig að eitt­hvað sé að breyt­ast þarna og við get­um þess vegna bú­ist við ein­hverj­um óvænt­um at­b­urðum á næst­unni út af þessu. Þetta er öðru­vísi mynstur sem við erum að horfa á og öðru­vísi at­b­urðir.“

Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son pró­fess­or í eld­fjalla­fræði í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Tölu­verð skjálfta­virkni hef­ur verið á Reykja­nestá og norðaust­ur af Sund­hnúkagígaröðinni frá því síðdeg­is í gær eft­ir að gos­inu við Grinda­vík lauk. Seg­ir hann að at­b­urðir síðustu daga bendi að ein­hverju leyti til þess að við séum að sjá enda­lok­in á at­b­urðunum á Sund­hnúka­hrin­unni og eld­virkn­in muni færa sig eitt­hvað annað.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta sem við erum að sjá núna væru enda­lok­in á at­b­urðunum á Sund­hnúka­hrin­unni hvað eld­virkni varðar og að eld­virkn­in færði sig til. Jafn­vel út á Reykja­nes eða aust­ur í Krýsu­vík.“

Hins veg­ar tel­ur Þor­vald­ur ólík­legt að skjálfta­virkn­in norðaust­ur af Sund­hnúkagígaröðinni bendi til þess að kviku­gang­ur­inn sé að fær­ast norðar. Tel­ur hann lík­legra að það sé að verða spennu­los­un á plötu­skil­um sem ýti und­ir skjálft­ana.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

mbl.is