Íslensk stjórnvöld hringi í Trump

Íslensk stjórnvöld hringi í Trump

„Þetta er náttúrulega bara enn ein ástæðan til að gleðjast yfir því að fara ekki að álpast inn í Evrópusambandið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í samtali við mbl.is um tollahækkanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skella nú á Evrópu af fullum þunga eins og forsetinn nýkjörni hefur boðað í ræðu og riti frá því í janúar.

Íslensk stjórnvöld hringi í Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. apríl 2025

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir íslenskum stjórnvöldum á að réttast sé …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir íslenskum stjórnvöldum á að réttast sé að hringja í Trump. Ljósmynd/Dagmál

„Þetta er nátt­úru­lega bara enn ein ástæðan til að gleðjast yfir því að fara ekki að álp­ast inn í Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins í sam­tali við mbl.is um tolla­hækk­an­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sem skella nú á Evr­ópu af full­um þunga eins og for­set­inn ný­kjörni hef­ur boðað í ræðu og riti frá því í janú­ar.

„Þetta er nátt­úru­lega bara enn ein ástæðan til að gleðjast yfir því að fara ekki að álp­ast inn í Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins í sam­tali við mbl.is um tolla­hækk­an­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sem skella nú á Evr­ópu af full­um þunga eins og for­set­inn ný­kjörni hef­ur boðað í ræðu og riti frá því í janú­ar.

„Þetta styrk­ir stöðu okk­ar hlut­falls­lega í sam­keppni við önn­ur lönd um inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna, en þetta er alls ekki heppi­legt fyr­ir heimsviðskipt­in og hag­vöxt um all­an heim, ekki er hægt að halda því fram að þetta sé skref fram á við í þeim efn­um, en Banda­rík­in eru í svo sterkri stöðu ver­andi sjálf­um sér nóg um flest að þetta er erfiðara fyr­ir flesta aðila aðra,“ seg­ir formaður­inn.

„Heyri í karl­in­um“

Held­ur hann áfram með þeim orðum að eigi hann að ráðleggja rík­is­stjórn Íslands eða for­sæt­is­ráðherra mæli hann með því að ráðherra fylgi for­dæmi annarra ráðherra á Norður­lönd­um og „heyri karl­in­um. Tala vin­sam­lega við hann, hann mun kunna að meta það, benda á að við höf­um átt í sér­stöku sam­bandi við Banda­rík­in lengi. Banda­rík­in hafi fyrst þjóða viður­kennt full­veldi Íslands, Banda­rík­in hafi tekið að sér varn­ir lands­ins áður en þau urðu aðili að seinni heims­styrj­öld­inni, það sé lífs­lín­an eins og Jón­as frá Hriflu kallaði það,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Land­fræðileg staða Íslands sé nú orðin aft­ur í miðju heims­mál­anna og ráðlegg­ur Sig­mund­ur að ís­lensk stjórn­völd bendi Trump á að Banda­rík­in séu í plús í vöru­skipta­jöfnuði gagn­vart Íslandi og hvort ekki komi til greina að nota Ísland sem sýni­dæmi.

Klykk­ir út með varnaðarorðum

„Þannig að banda­rísk stjórn­völd geti sýnt öðrum þjóðum að þeir sem vilji stunda viðskipti við Banda­rík­in og kaupa af þeim, ekki síður en flytja til þeirra, upp­skeri verðlaun og séu menn til í gagn­kvæm viðskipti sé hægt að falla frá toll­um,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð og kast­ar að lok­um fram varnaðarorðum til ís­lenskra stjórn­valda.

„Um­fram allt, ekki láta Evr­ópu­sam­bandið draga Ísland inn í mót­vægisaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Banda­ríkj­un­um, það væri al­gjör­lega „fatalt“, það þarf að forðast um­fram allt,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins að lok­um.

mbl.is