Kanadamenn svara með 25% tolli

Kanadamenn svara með 25% tolli

Kanadamenn hafa ákveðið að setja 25% toll á þær bandarísku bílategundir sem ekki eru tilgreindar í CUSMA, fríverslunarsamningi milli þjóðanna. Eru Kanadamenn þar með að svara ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trumps um að setja 25% toll á allar innfluttar bílategundir.

Kanadamenn svara með 25% tolli

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. apríl 2025

Carney hefur verið afar gagnrýninn á áform Trumps.
Carney hefur verið afar gagnrýninn á áform Trumps. Samsett mynd/AFP

Kanadamenn hafa ákveðið að setja 25% toll á þær bandarísku bílategundir sem ekki eru tilgreindar í CUSMA, fríverslunarsamningi milli þjóðanna. Eru Kanadamenn þar með að svara ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trumps um að setja 25% toll á allar innfluttar bílategundir.

Kanadamenn hafa ákveðið að setja 25% toll á þær bandarísku bílategundir sem ekki eru tilgreindar í CUSMA, fríverslunarsamningi milli þjóðanna. Eru Kanadamenn þar með að svara ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trumps um að setja 25% toll á allar innfluttar bílategundir.

Kanada var ekki á meðal þeirra þjóða sem Trump tilgreindi í tollaáformum sínum í gær og þær vörur sem falla undir CUSMA-samning Kanada, Mexíkó og Bandaríkjanna munu ekki fá á sig tollsetningu bandarískra yfirvalda. Langstærstur hluti varnings fellur þar undir.

80 ára sögu lokið 

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, hefur verið afar gagnrýninn á áform Trumps og hefur sagt að með því að hefja tollastríð séu Bandaríkjamenn að missa leiðandi hlutverk sitt til 80 ára sem miðstöð frjáls markaðar sem hafi byggt traust á milli vinaþjóða.

„Þessum tíma er lokið.“

mbl.is