Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér

Í laginu Bianca á nýjustu plötu rapparans Kanye West, WW3, syngur West um að eiginkona hans, Bianca Censori, hafi farið frá honum í kjölfar þess að hann fór hamförum á samfélagsmiðlum.

Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Kanye West og Bianca Censori á 67. Grammy-verðlaunahátíðinni 2. febrúar …
Kanye West og Bianca Censori á 67. Grammy-verðlaunahátíðinni 2. febrúar en mikill styr hefur staðið um parið og framkomu þess á hátíðinni. FRAZER HARRISON/AFP

Í lag­inu Bianca á nýj­ustu plötu rapp­ar­ans Kanye West, WW3, syng­ur West um að eig­in­kona hans, Bianca Censori, hafi farið frá hon­um í kjöl­far þess að hann fór ham­förum á sam­fé­lags­miðlum.

Í lag­inu Bianca á nýj­ustu plötu rapp­ar­ans Kanye West, WW3, syng­ur West um að eig­in­kona hans, Bianca Censori, hafi farið frá hon­um í kjöl­far þess að hann fór ham­förum á sam­fé­lags­miðlum.

Rapp­ar­inn seg­ir ástr­alska arki­tekt­inn Censori hafa fengið kvíðak­ast yfir ógeðfelld­um hat­urs­færsl­um sem hann hef­ur sent frá sér á miðlin­um X.

Í lag­inu ját­ar West einnig að hafa fylgst með staðsetn­ingu Censori í gegn­um May­bach-appið sitt. Hann bein­ir einnig spjót­um sín­um að fjöl­skyldu Censori sem hann seg­ir að vilji sjá hann lokaðan inni.

Þá lík­ir hann sér og Censori við fyrr­ver­andi parið Sean „Diddy“ Combs og Cassie Ventura, sem hættu sam­an 2018, en ný­lega höfðaði Ventura mál­sókn á hend­ur Com­bes vegna nauðgun­ar og ann­ars of­beld­is.

Page Six

mbl.is