Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið

Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Silver Lining, en lagið er fyrsta frumsamda efnið sem tónlistarkonan sendir frá sér síðan Grammy-verðlaunaplatan Bewitched kom út árið 2023.

Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Laufey Lín Bing Jónsdóttir.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir. Ljósmynd/Emma Summerton

Söng­kon­an, tón­skáldið og Grammy-verðlauna­haf­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir hef­ur sent frá sér nýtt mynd­band við lagið Sil­ver Lin­ing, en lagið er fyrsta frum­samda efnið sem tón­list­ar­kon­an send­ir frá sér síðan Grammy-verðlaunaplat­an Bewitched kom út árið 2023.

Söng­kon­an, tón­skáldið og Grammy-verðlauna­haf­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir hef­ur sent frá sér nýtt mynd­band við lagið Sil­ver Lin­ing, en lagið er fyrsta frum­samda efnið sem tón­list­ar­kon­an send­ir frá sér síðan Grammy-verðlaunaplat­an Bewitched kom út árið 2023.

Um lagið seg­ir Lauf­ey: „Sil­ver Lin­ing er ástar­lag um það að geta verið al­gjör­lega frjáls þegar þú verður ást­fang­in. All­ar til­finn­ing­ar und­ir sól­inni og jafn­vel þótt það leiði þig til hel­vít­is þá ertu alla­vega með ást­vini þínum.“

Í mynd­band­inu sést Lauf­ey mæta á æv­in­týra­legt grímu­ball, um­kringd lit­rík­um per­són­um og dansi inn­blásn­um af hinum sögu­fræga ball­ett Rite of Spring, áður en veisl­an breyt­ist hratt í súr­realískt hel­víti þar sem Lauf­ey miss­ir stjórn og sekk­ur í ringul­reið sem hún hef­ur sjálf skapað.

Mynd­band­inu var leik­stýrt af Ja­son Lester, sem Lauf­ey hef­ur áður unnið með í mynd­bönd­um lag­anna From the Start og Santa Baby.

Held­ur áfram að heilla

Lauf­ey hef­ur heillað heilu kyn­slóðirn­ar með stór­brotn­um lög­um um ást­ina og sjálfs­upp­götv­un á síðustu miss­er­um, með ein­stakri blöndu klass­ískr­ar tón­list­ar, djass og popps. Hún hef­ur vakið áhuga á eldri tónlist sem hún dýrk­ar — allt frá Chet Baker og Carole King til franska tón­skálds­ins Maurice Ravel — með djörf­um og per­sónu­leg­um túlk­un­um sem höfða sterkt til yngri hlust­enda. Þetta var meðvituð ákvörðun um sjálf­skil­greind lífs­mark­mið Lauf­eyj­ar og það tókst, því út frá þessu varð til töfra­heim­ur­inn sem hún kall­ar „Lauf­ey Land“.

Hún hef­ur selt upp tón­leika í Hollywood Bowl, Radio City Music Hall og Royal Al­bert Hall í London, komið fram með LA Phil­harmonic, Nati­onal Symp­hony Orchestra og China Phil­harmonic Orchestra, deilt sviði með tón­listar­fólki á borð við Jon Batiste og Raye, og unnið að upp­tök­um með lista­mönn­um á borð við Bea­ba­doo­bee og Norah Jo­nes.

Það er nóg fram und­an hjá Lauf­eyju en á næstu vik­um og mánuðum er hún með tón­leika víðs veg­ar um Banda­rík­in.



mbl.is