Lengd gossins nú verið ákvörðuð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Lengd gossins nú verið ákvörðuð

Eldgosið sem hófst kl. 9.44, að morgni þriðjudagsins 1. apríl, lauk um kl. 16.45 sama dag.

Lengd gossins nú verið ákvörðuð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Eldgosið stóð aðeins yfir í um sex tíma.
Eldgosið stóð aðeins yfir í um sex tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­gosið sem hófst kl. 9.44, að morgni þriðju­dags­ins 1. apríl, lauk um kl. 16.45 sama dag.

Eld­gosið sem hófst kl. 9.44, að morgni þriðju­dags­ins 1. apríl, lauk um kl. 16.45 sama dag.

Gosið stóð þar með aðeins yfir í um sex klukku­tíma og rek­ur því lest­ina hvað varðar lengd ein­stakra elds­um­brota í þeirri gos­hrinu sem hófst í mars fyr­ir fjór­um árum.

Þetta er niðurstaða grein­inga Veður­stofu á efni úr vef­mynda­vél­um, mynda­tök­um úr lofti og gasmæl­ing­um.

Enn ekki lokið

Í nýrri til­kynn­ingu er þó tekið fram að at­b­urðinum sé enn ekki lokið, enda mæl­ist áfram nokk­ur fjöldi smá­skjálfta á kviku­gang­in­um, aðallega norður af Stóra- Skóg­felli, þó dregið hafi úr virkn­inni síðasta hálfa sól­ar­hring­inn.

Lít­il skjálfta­virkni mæl­ist á suður­hluta kviku­gangs­ins.

Jarðskjálfta­virkni í nær­liggj­andi eld­stöðva­kerf­um, það er við Reykja­nestá, Eld­ey og Trölla­dyngju, hef­ur sömu­leiðis dvínað.

mbl.is