„Mjög ólíklegt“ að skjálftinn hafi fundist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

„Mjög ólíklegt“ að skjálftinn hafi fundist

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar vegna skjálftans sem varð á Reykjaneshrygg á þriðja tímanum í dag. Þá er talið mjög ólíklegt að Íslendingar hafi fundið fyrir honum, þar sem hann átti sér raunar stað nær Kanada og Bretlandseyjum.

„Mjög ólíklegt“ að skjálftinn hafi fundist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Skjálftinn er flokkaður sem erlendur skjálfti enda var hann nær …
Skjálftinn er flokkaður sem erlendur skjálfti enda var hann nær Kanada og Bretlandseyjum. Samsett mynd

Veður­stof­unni hafa ekki borist nein­ar til­kynn­ing­ar vegna skjálft­ans sem varð á Reykja­nes­hrygg á þriðja tím­an­um í dag. Þá er talið mjög ólík­legt að Íslend­ing­ar hafi fundið fyr­ir hon­um, þar sem hann átti sér raun­ar stað nær Kan­ada og Bret­lands­eyj­um.

Veður­stof­unni hafa ekki borist nein­ar til­kynn­ing­ar vegna skjálft­ans sem varð á Reykja­nes­hrygg á þriðja tím­an­um í dag. Þá er talið mjög ólík­legt að Íslend­ing­ar hafi fundið fyr­ir hon­um, þar sem hann átti sér raun­ar stað nær Kan­ada og Bret­lands­eyj­um.

Minn­ey Sig­urðardótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir skjálft­ann, sem mæld­ist 6,9 að stærð, flokk­ast sem er­lend­an skjálfta.

Fólk á Reykja­nesi mögu­lega fundið fyr­ir minni skjálft­um

Eft­ir að les­end­ur lýstu því sum­ir að þeir hefðu fundið fyr­ir skjálft­an­um ákvað mbl.is að hafa sam­band við Veður­stof­una.

„Það er mjög ólík­legt að hann hafi fund­ist hér á landi,“ seg­ir Minn­ey.

Hún bend­ir þó á að fólk á Reykja­nesi gæti hafa fundið fyr­ir minni skjálft­um sem enn eru í gangi þar. Minn­ey nefn­ir sér­stak­lega skjálfta, um 3 að stærð, sem varð rétt fyr­ir klukk­an 15.

Veður­stof­an hef­ur þó ekki fengið nein­ar til­kynn­ing­ar um hann held­ur.

mbl.is