Samið við bankana um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Samið við bankana um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík

Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík.

Samið við bankana um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík.

Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en þar segir að samningurinn sé í samræmi við lög um stuðningslán sem Alþingi samþykkti fyrir áramót.

„Rekstraraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta óskað eftir stuðningsláni fyrir allt að 49 m.kr. sem er með 90% ríkisábyrgð. Stuðningslán er óverðtryggt og ber vexti sem eru jafnháir vöxtum af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands hverju sinni,“ segir í tilkynningunni.

Núgildandi frestur til að óska eftir stuðningsláni er til 1. júní nk. en þann 22. mars. sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem felur m.a. í sér að sá frestur verði framlengdur um eitt ár eða til 1. júní 2026.

mbl.is