Sigdalur myndaðist við Litla-Skógfell

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Sigdalur myndaðist við Litla-Skógfell

Sigdalur myndaðist norðan við Litla-Skógfell á þriðjudag. Ný gögn úr gervitunglamyndum staðfesta þetta. Langur kvikugangur myndaðist á sama tíma og eldgos braust út á Sundhnúkagígaröðinni 1. apríl og teygir hann sig mun lengra í norðaustur heldur en eldri kvikugangar á svæðinu. 

Sigdalur myndaðist við Litla-Skógfell

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Benedikt segir stærð sigdalsins ekki vera nálægt þeim sem hafa …
Benedikt segir stærð sigdalsins ekki vera nálægt þeim sem hafa sést áður í Grindavík. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Sigdal­ur myndaðist norðan við Litla-Skóg­fell á þriðju­dag. Ný gögn úr gervi­tungla­mynd­um staðfesta þetta. Lang­ur kviku­gang­ur myndaðist á sama tíma og eld­gos braust út á Sund­hnúkagígaröðinni 1. apríl og teyg­ir hann sig mun lengra í norðaust­ur held­ur en eldri kviku­gang­ar á svæðinu. 

Sigdal­ur myndaðist norðan við Litla-Skóg­fell á þriðju­dag. Ný gögn úr gervi­tungla­mynd­um staðfesta þetta. Lang­ur kviku­gang­ur myndaðist á sama tíma og eld­gos braust út á Sund­hnúkagígaröðinni 1. apríl og teyg­ir hann sig mun lengra í norðaust­ur held­ur en eldri kviku­gang­ar á svæðinu. 

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir sigdali mynd­ast þegar kvikuinn­skot verða, eins og við sjá­um 10. nóv­em­ber 2023. 

Litla-Skógfell er norðan við Stóra-Skógfell.
Litla-Skóg­fell er norðan við Stóra-Skóg­fell. Kort/​Map.is

Ekki hægt að úti­loka að hraun streymi upp

„Þetta er það sem ger­ist þegar þú færð svona kvikuinn­skot. Kviku­gang­ur­inn í raun­inni ýtir jarðskorp­unni til hliðar sitt hvor­um meg­in og þá síg­ur það sem er ofan á gang­in­um, sér­stak­lega þegar hann fer að grynn­ast,“ seg­ir Bene­dikt.

Þá seg­ir hann að grynnkað hafi á kvik­unni. Nú sé kvika á um 1,5 kíló­metra dýpt.

Hann seg­ir nýja sigdal­inn norðan við Litla-Skóg­fell ekki vera jafn djúp­an og þá sigdali sem mynd­ast hafa í Grinda­vík. 

Aðspurður seg­ir hann það ólík­legt að hraun muni streyma upp á staðnum en það sé þó ekki hægt að slá það af á meðan enn mæl­ist skjálfta­virkni.

„Það er ekki úti­lokað, við get­um sagt það svo.“

Hann nefn­ir þó að virkni hafi hægt og ró­lega verið að minnka.

mbl.is