Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða.

Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans.
Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfta varð vart á suðvest­ur­horni lands­ins kl. 18.03. Skjálft­inn fannst meðal ann­ars á höfuðborg­ar­svæðinu. Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa orðið í kjöl­farið og þeir einnig fund­ist víða.

Jarðskjálfta varð vart á suðvest­ur­horni lands­ins kl. 18.03. Skjálft­inn fannst meðal ann­ars á höfuðborg­ar­svæðinu. Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar hafa orðið í kjöl­farið og þeir einnig fund­ist víða.

Svo virðist sem skjálft­ar þess­ir eigi all­ir upp­tök sín skammt norðvest­ur af Kleif­ar­vatni, á milli Sveiflu­háls og Trölla­dyngju.

Hef­ur Veður­stof­an flokkað skjálfta þar til þessa sem svo­kallaða gikk­skjálfta og þeir tald­ir verða sök­um spennu sem inn­skot kviku leiðir af sér vest­ar á skag­an­um.

Að sögn Minn­eyj­ar Sig­urðardótt­ur nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stof­unni gefa fyrstu töl­ur til kynna að nokkr­ir skjálft­anna séu yfir þrem­ur að stærð, og sá stærsti þeirra yfir fjór­um.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni seg­ir að stærsti skjálft­inn hafi verið 3,6 að stærð eft­ir upp­færða mæl­ingu. 

Stærsti skjálft­inn 3,6

„Um hálf sex í kvöld hófst skjálfta­hrina aust­ur af Trölla­dyngju, tæp­lega 50 skjálft­ar hafa nú þegar mælst. Meðal­dýpi skjálft­anna er á um 4-6 km dýpi. Fyrsta mat á stærð stærsta skjálft­ans er 3,6 en nokkr­ir skjálft­ar yfir þrem­ur að stærð hafa mælst. Hafa skjálft­arn­ir fund­ist í byggð. Lík­leg­ast er um gikk­skjálfta­virkni að ræða, svipað þeirri virkni sem hef­ur verið við Reykja­nestá og Eld­ey síðustu sól­ar­hringa.

Hins veg­ar hef­ur dregið veru­lega úr skjálfta­virkni á kviku­gang­in­um og nán­ast eng­in virkni við Reykja­nestá og Eld­ey síðustu 3 klukku­stund­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is