Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða.

Skjálftar frá Kleifarvatni hrella suðvesturhornið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. apríl 2025

Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans.
Horft yfir Kleifarvatn, skammt frá upptökum skjálftans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða.

Jarðskjálfta varð vart á suðvesturhorni landsins kl. 18.03. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið og þeir einnig fundist víða.

Svo virðist sem skjálftar þessir eigi allir upptök sín skammt norðvestur af Kleifarvatni, á milli Sveifluháls og Trölladyngju.

Hefur Veðurstofan flokkað skjálfta þar til þessa sem svokallaða gikkskjálfta og þeir taldir verða sökum spennu sem innskot kviku leiðir af sér vestar á skaganum.

Að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni gefa fyrstu tölur til kynna að nokkrir skjálftanna séu yfir þremur að stærð, og sá stærsti þeirra yfir fjórum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stærsti skjálftinn hafi verið 3,6 að stærð eftir uppfærða mælingu. 

Stærsti skjálftinn 3,6

„Um hálf sex í kvöld hófst skjálftahrina austur af Trölladyngju, tæplega 50 skjálftar hafa nú þegar mælst. Meðaldýpi skjálftanna er á um 4-6 km dýpi. Fyrsta mat á stærð stærsta skjálftans er 3,6 en nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Hafa skjálftarnir fundist í byggð. Líklegast er um gikkskjálftavirkni að ræða, svipað þeirri virkni sem hefur verið við Reykjanestá og Eldey síðustu sólarhringa.

Hins vegar hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á kvikuganginum og nánast engin virkni við Reykjanestá og Eldey síðustu 3 klukkustundir,“ segir í tilkynningunni. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is