Svona lítur „Dewey“ út í dag

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Svona lítur „Dewey“ út í dag

Fyrrverandi barnastjarnan Erik Per Sullivan, einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dewey í bandarísku gamanþáttaröðinni Malcolm in the Middle, sneri baki við leiklistinni skömmu eftir að þættirnir luku göngu sinni árið 2006 og hvarf þá úr sviðsljósinu.

Svona lítur „Dewey“ út í dag

Poppkúltúr | 3. apríl 2025

Erik Per Sullivan í hlutverki sínu sem Dewey.
Erik Per Sullivan í hlutverki sínu sem Dewey. Skjáskot/IMDb

Fyrrverandi barnastjarnan Erik Per Sullivan, einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dewey í bandarísku gamanþáttaröðinni Malcolm in the Middle, sneri baki við leiklistinni skömmu eftir að þættirnir luku göngu sinni árið 2006 og hvarf þá úr sviðsljósinu.

Fyrrverandi barnastjarnan Erik Per Sullivan, einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dewey í bandarísku gamanþáttaröðinni Malcolm in the Middle, sneri baki við leiklistinni skömmu eftir að þættirnir luku göngu sinni árið 2006 og hvarf þá úr sviðsljósinu.

Aðdáendur þáttanna hafa margir hverjir velt því fyrir sér hvar hann sé niðurkominn í dag, en lítið er vitað um líf hans og störf á fullorðinsárum.

Nafn Sullivan rataði á síður fjölmiðla í lok síðasta árs þegar talsmaður Walt Disney-samsteypunnar greindi frá því að hann myndi ekki endurtaka hlutverk sitt í glænýrri fjögurra þátta endurgerð um líf hinnar stórskemmtilegu Wilkerson-fjölskyldu sem nú er í bígerð.

Og þá jókst forvitnin: Hvar er hann og hvernig lítur hann út í dag?

Hvernig lítur hann út?

Sullivan, sem er 33 ára gamall og búsettur í Boston, var ljósmyndaður í fyrsta sinn í 18 ár þegar hann sást á röltinu í borginni með kaffibolla í hönd nú á dögunum.

Myndirnar vöktu, eins og við mátti búast, mikla athygli og fóru eins og eldur í sinu um vefheima, enda eru flestir forvitnir um líf fyrrverandi barnastjarna.

Fjölskyldan mætir aftur á skjáinn

Mikil eftirvænting ríkir fyrir þáttunum, en aðrir úr upprunalega leikhópnum munu endurtaka hlutverk sín, þar á meðal Frankie Muniz, Bryan Cranston, Jane Kaczmarek og Justin Berfield. Leikarinn Caleb Ellsworth-Clark mun taka við hlutverki Dewey.

Kaczmarek, sem fór með hlutverk móðurinnar, hefur haldið góðu sambandi við Sullivan í gegnum árin og greindi frá því í viðtali í fyrra að Sullivan stundaði nám í viktorískum bókmenntum við virtan háskóla.

mbl.is