Umræðum frestað: Gögnum ábótavant

Alþingi | 3. apríl 2025

Umræðum frestað: Gögnum ábótavant

Umræðu um fjármálaáætlun hefur verið frestað fram í næstu viku á Alþingi vegna nýs verklags við fjármálaáætlun sem engum var kynnt. Ljóst er að ekki liggur fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst ráðast í boðaða hagræðingu, að sögn þingflokksformanns Framsóknar. 

Umræðum frestað: Gögnum ábótavant

Alþingi | 3. apríl 2025

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra,
Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mbl.is/Karítas

Umræðu um fjár­mála­áætl­un hef­ur verið frestað fram í næstu viku á Alþingi vegna nýs verklags við fjár­mála­áætl­un sem eng­um var kynnt. Ljóst er að ekki ligg­ur fyr­ir hvernig rík­is­stjórn­in hyggst ráðast í boðaða hagræðingu, að sögn þing­flokks­for­manns Fram­sókn­ar. 

Umræðu um fjár­mála­áætl­un hef­ur verið frestað fram í næstu viku á Alþingi vegna nýs verklags við fjár­mála­áætl­un sem eng­um var kynnt. Ljóst er að ekki ligg­ur fyr­ir hvernig rík­is­stjórn­in hyggst ráðast í boðaða hagræðingu, að sögn þing­flokks­for­manns Fram­sókn­ar. 

Hvorki eru mæl­an­leg mark­mið í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar né mæli­kv­arðar fyr­ir öll mál­efna­svið fjár­mála­áætl­un­ar. Þetta eru hins veg­ar gögn sem hafa á und­an­förn­um árum fylgt með fjár­mála­áætl­un. 

„Þau eru búin að gefa það út að þau ætli að hagræða um 110 millj­arða, það kem­ur hvergi fram hvar þau ætla að hagræða eða með hvaða hætti. Ekki held­ur hvernig for­gangs­röðunin er varðandi út­deil­ingu fjár­muna til þess­ara verk­efna,“ seg­ir Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Gögn­un­um ekki bætt við fyr­ir umræður í næstu viku

Eft­ir að Stefán vagn Stef­áns­son, þingmaður Fram­sókn­ar, hafði vakið at­hygli á þessu á Alþingi fyrr í dag tók við mik­il umræða um það hvort að fjár­mála­áætl­un­in stangaðist á við lög um op­in­ber fjár­mál. 

Þing­flokks­for­menn funduðu með for­seta Alþing­is og komust að þeirri niður­stöðu að bíða með umræður um fjár­mála­áætl­un fram í næstu viku, mögu­lega þriðju­dag, svo að þing­menn gætu und­ir­búið sig í takti við þær upp­lýs­ing­ar sem eru í fjár­mála­áætl­un­inni.

Ekki verður þó bætt við þess­um gögn­um í fjár­mála­áætl­un held­ur er hug­mynd­in, að sögn Daða Más Kristó­fers­son­ar fjár­málaráðherra, sú að gögn­in komi með árs­skýrsl­um ráðherra.

Gögn um hagræðingu „ekki til“

Þannig þið fáið ekki gögn­in fyr­ir umræðurn­ar í næstu viku?

„Þau eru búin að gefa það út að gögn­in eru vænt­an­lega ekki aðgengi­leg. Þau eru ekki til, aug­ljós­lega, víst að þau geta ekki af­hent okk­ur. Við vor­um búin að reyna biðja um það að fá þessi gögn fyr­ir umræðuna í næstu viku, en það er ekki,“ seg­ir Ingi­björg. 

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.
Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Ingi­björg seg­ir að und­an­far­in ár hafi þessi gögn legið fyr­ir svo hægt sé að rýna raun­veru­lega stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Hæst­virt­ur fjár­mála og efna­hags­ráðherra viður­kenndi það í dag í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um að mark­mið og mæli­kv­arðar fyr­ir mál­efna­svið eru ekki í þess­ari áætl­un eins og var áður og að þeim beri að skila sam­kvæmt lög­un­um. Á öll­um mál­efna­sviðunum er búið að taka út flest ef ekki öll tölu­leg mark­mið, all­ir mæli­kv­arða tekn­ir út,“ sagði Ingi­björg á þing­inu í dag.

Vinnu­brögðin fyr­ir „neðan all­ar hell­ur“

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir vinnu­brögðin vera fyr­ir neðan all­ar hell­ur. 

„Þetta kom okk­ur á óvart og við brugðumst við með því að óska eft­ir aðkomu for­seta. Við erum sátt við þessa lend­ingu og að okk­ar sjón­ar­miðum var mætt. En okk­ur finn­ast þessi vinnu­brögð auðvitað vera fyr­ir neðan all­ar hell­ur,“ seg­ir Hild­ur. 

mbl.is