Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað

Alþingi | 3. apríl 2025

Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað

Sigríði Á. Andersen, þingmanni Miðflokksins, og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var heitt í hamsi er þær tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.

Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað

Alþingi | 3. apríl 2025

Sigríður vill fá skýr svör um á hverju Ásthildur Lóa …
Sigríður vill fá skýr svör um á hverju Ásthildur Lóa tók ábyrgð þegar hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. Samsett mynd mbl.is/Arnþór/Eyþór/Eggert

Sig­ríði Á. And­er­sen, þing­manni Miðflokks­ins, og Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, var heitt í hamsi er þær tók­ust á í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un.

Sig­ríði Á. And­er­sen, þing­manni Miðflokks­ins, og Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, var heitt í hamsi er þær tók­ust á í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un.

Vildi þar Sig­ríður fá svör við á hverju ná­kvæm­lega Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, axlaði ábyrgð er hún sagði sig frá embætt­inu.

Sig­ríður hafði einnig tekið málið fyr­ir í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á mánu­dag þar sem hún beindi fyr­ir­spurn sinni að Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Þar ýjaði hún að því að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu þvingað Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur til að segja af sér ráðherra­dómi og tók Sig­ríður í sama streng í dag.

„Axla ábyrgð á hverju?“

Vísaði Sig­ríður til þess að dóms­málaráðherra hafi sagt Ásthildi Lóu axla ábyrgð er hún sagði sig frá embætti sínu.

„Axlað ábyrgð á hverju? Get­ur hæst­virt­ur fé­lags­málaráðherra upp­lýst þing­heim um það á hverju ráðherr­ann hafði axlað ábyrgð?“ spurði þingmaður­inn og benti á að Rík­is­út­varpið væri nú búið að leiðrétta um­fjöll­un sína um mál Ásthild­ar.

Vísaði hún einnig til þess að Inga hefði lýst mál­inu sem stormi í vatns­glasi og kvaðst Sig­ríður sam­mála því.

Spurði hún því næst af hverju Inga hefði ekki staðið með Ásthildi á meðan um­fjöll­un stóð yfir og hvort Inga sæi eft­ir því að hafa ekki gert það.

„Hvers vegna feykti storm­ur­inn í vatns­glas­inu þess­um ráðherra úr embætti?“

Ákvörðunin hafi verið Ásthild­ar

Því næst tók Inga til máls og sagðist hafa staðið al­ger­lega í báða fæt­ur með Ásthildi en ít­rekaði að það hafi verið ákvörðun Ásthild­ar sjálfr­ar að segja sig frá embætt­inu í ljósi kom­andi fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar.

Það væri m.a. til þess að skyggja ekki á þá vinnu sem sett hafði verið af stað í mennta- og barna­málaráðuneyt­inu sem og störf sem rík­is­stjórn­in væri að vinna að.

„Hún vildi eng­an veg­inn að hún og henn­ar per­sónu­lega líf tæki allt sviðið. Hún var frá­bær ráðherra og við vit­um að hún er bara að hefja sinn póli­tíska fer­il og hún mun koma grjót­hörð til baka sem þingmaður,“ sagði Inga og þakkaði jafn­framt Sig­ríði fyr­ir henn­ar mikla áhuga á hvernig hafi staðið á af­sögn Ásthild­ar Lóu.

„En ég ít­reka: Ég stóð með henni alla leið. Þetta var henn­ar ákvörðun. Ég tek ekki ákv­arðanir fyr­ir ráðherra í rík­is­stjórn Íslands, hvort held­ur sem formaður Flokks fólks­ins eða sem fé­lags- og hús­næðismálaráðherra.“

Val­kyrj­urn­ar hafi kosið að fórna ráðherr­an­um

Sakaði þá Sig­ríður Ingu um að svara í engu spurn­ingu sinni og krafðist aft­ur svara við á hverju Ásthild­ur hefði axlað ábyrgð.

Ýjaði hún að því að mögu­lega hefði það verið rík­is­stjórn­in sjálf sem hafði verið hrædd við kom­andi fjöl­miðlaum­fjöll­un, frek­ar en Ásthild­ur.

„Og í stað þess að standa með ráðherr­an­um gegn hót­un­um og afar­kost­um utan úr bæ þá kusu val­kyrj­urn­ar svo­nefndu að fórna ráðherra sín­um.

Tel­ur hæst­virti fé­lags­málaráðherra það hafa styrkt stjórn­ar­sam­starfið að for­ystu­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi ekki tek­ist að verj­ast þess­ari hót­un utan úr bæ um per­sónu­leg mál­efni ráðherr­ans öðru­vísi en þannig að ráðherr­ann er lát­inn taka pok­ann sinn og þessi fyrr­ver­andi sam­starfsmaður í rík­is­stjórn er kjöl­dreg­inn í fjöl­miðlum um all­an heim? Eru þessi mála­lok til að styrkja til­trú al­menn­ings á stjórn­mál­um á Íslandi?“ spurði Sig­ríður áður en Inga tók til máls á ný.

Líkt og Sig­ríður sjálf hafi setið fund­inn

„Ég er eig­in­lega að verða ekki bara orðlaus held­ur hálf haus­laus yfir þess­um áhuga sem hátt­virt­ur þingmaður virðist hafa á því dapra máli sem þarna átti sér stað.“

Sagði Inga það vera engu lík­ara í sleggju­dóm­um Sig­ríðar en að hún hafi sjálf setið þann fund þegar ákvörðunin hafi verið tek­in.

„Ég veit það ekki, hún er kannski með ein­hverja spæj­ara­starf­semi þarna inni í fund­ar­her­berg­inu þar sem við vor­um og get­ur þá kannski bara upp­lýst okk­ur um hvað raun­veru­lega þar fór fram.“

Sagði Inga það vera nei­kvætt og niður­lægj­andi fyr­ir Sig­ríði að koma fram með sleggju­dóma um hvað gæti hafa gerst þegar hún hefði í raun enga hug­mynd um það, en mátti þá heyra í Sig­ríði kalla úr þingsaln­um er Inga gekk frá púlt­inu:

„Svaraðu því þá.“

mbl.is