Landris virðist hafið að nýju

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. apríl 2025

Landris virðist hafið að nýju

Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu.

Landris virðist hafið að nýju

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. apríl 2025

Horft yfir hraunið þar sem það liggur við varnargarð norður …
Horft yfir hraunið þar sem það liggur við varnargarð norður af Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýj­ustu GPS-mæl­ing­ar Veður­stofu.

Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýj­ustu GPS-mæl­ing­ar Veður­stofu.

Talið er lík­legt að áfram­hald­andi kviku­söfn­un valdi landris­inu, en að áhrifa gæti einnig frá mynd­un kviku­gangs­ins á þriðju­dag, þar sem slík­ir kviku­gang­ar þrýsta jarðskorp­unni frá sér til beggja hliða.

„Að svo stöddu er því erfitt að meta hraða kviku­söfn­un­ar og mögu­lega þarf að bíða í allt að viku til að meta frek­ari þróun kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar.

Jörðin hreyf­ist víðar

Af­lög­un­ar­mæl­ing­ar sýna einnig að enn mæl­ast hreyf­ing­ar á GPS-stöðvum í kring­um norður­hluta kviku­gangs­ins, m.a. í Vog­um og við Keili.

Gervi­tungla­mynd­ir sem sýna breyt­ing­ar á milli 2. og 3. apríl staðfesti einnig hreyf­ing­ar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mæl­an­leg­ar sprungu­hreyf­ing­ar, um nokkra milli­metra, í aust­ur­hluta Grinda­vík­ur.

mbl.is