Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu.
Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu.
Landris virðist hafið á ný í Svartsengi. Þetta sýna nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu.
Talið er líklegt að áframhaldandi kvikusöfnun valdi landrisinu, en að áhrifa gæti einnig frá myndun kvikugangsins á þriðjudag, þar sem slíkir kvikugangar þrýsta jarðskorpunni frá sér til beggja hliða.
„Að svo stöddu er því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þarf að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, m.a. í Vogum og við Keili.
Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl staðfesti einnig hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur.