Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum

Varnarmál Íslands | 4. apríl 2025

Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur á fundum erlendis upplifað óformlegan þrýsting á að Íslendingar leggi meira af mörkum til öryggis- og varnarmála en nú er gert.

Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum

Varnarmál Íslands | 4. apríl 2025

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Brussel.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Brussel. mbl.is/Eyþór

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur á fund­um er­lend­is upp­lifað óform­leg­an þrýst­ing á að Íslend­ing­ar leggi meira af mörk­um til ör­ygg­is- og varn­ar­mála en nú er gert.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur á fund­um er­lend­is upp­lifað óform­leg­an þrýst­ing á að Íslend­ing­ar leggi meira af mörk­um til ör­ygg­is- og varn­ar­mála en nú er gert.

Nú síðast á fundi ut­an­rík­is­ráðherra Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) Í Brus­sel sem lauk í dag.

„Þetta er bara kurt­eisi, þetta kem­ur fram í óform­leg­um sam­töl­um, en þetta verður snún­ara fyr­ir okk­ur á næstu miss­er­um,“ seg­ir Þor­gerður í sam­tali við mbl.is.

„En ég er búin að benda þeim á að við erum að auka núna á næstu miss­er­um til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, það er mesta aukn­ing­in hlut­falls­lega á þessu kjör­tíma­bili. Við erum að gera meira og ætl­um að finna út úr því að gera enn meira,“ seg­ir hún jafn­framt.

Bæta og efla aðbúnað fyr­ir flugsveit­ir

Íslend­ing­ar verja nú um 0,14 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála, en viðmiðið fyr­ir NATO-ríki hef­ur hingað til verið um 2 pró­sent. Flest ríki inn­an NATO hafa þó verið að auka hlut­fallið.

„Við þurf­um skoða mjög vel hvað við get­um gert til að við verðum þessi verðugi og áreiðan­legi bandamaður, sem er reiðubú­inn með landið okk­ar eins og á ör­ygg­is­svæðinu í Kefla­vík. Við erum að bæta og efla all­ar aðstæður og aðbúnað fyr­ir flugsveit­ir,“ seg­ir Þor­gerður.

Hún vís­ar til þess að við séum að fá Tékka, Belga og Spán­verja til að sinna loft­rým­is­gæslu hér á landi. Það kosti þau lönd mikla fjár­muni að koma hingað með flug­flota, en á móti leggj­um við í þessa upp­bygg­ingu og þjón­ustu.

Lít­il ríki að nálg­ast 2% viðmiðið

„Við erum að gera ým­is­legt fleira, við erum að taka í rík­ara mæli á móti kjarn­orku­knún­um kaf­bát­um frá Banda­ríkj­un­um og ætl­um að sjá hvernig hægt er að sinna þeim enn bet­ur. Allt svona tel­ur,“ seg­ir Þor­gerður.

„En við vit­um það í stóra sam­heng­inu þá eru öll önn­ur ríki, líka ríki sem eru lít­il eins og Lúx­em­borg, þau eru að nálg­ast tvö pró­senta markið. Á meðan aðrar þjóðir eru hætt­ar að tala um tvö pró­sent, þær eru í kring­um þrjú, fjög­ur og fimm pró­sent.“

Þá leggja Banda­rík­in um 3,3 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála en Þor­gerður seg­ir ljóst að flest­ir ætli að gera meira.

„Ekki bara út af þrýst­ingi frá Banda­ríkj­un­um held­ur líka út af raun­sæju hættumati vegna Rússa og annarra ógna, hvort sem þær stafa frá Íran, Norður-Kór­eu eða öðrum lönd­um. Og þess­um fjölþátta ógn­um sem Evr­ópa eins og aðrar heims­álf­ur standa frammi fyr­ir.“

Snert­ing­ar, kaffipás­ur og sam­töl skipta máli

Þor­gerður vill ekki fara mikið út í það hvernig þrýst­ing­ur­inn á Ísland birt­ist, enda komi hann oft fram í per­sónu­leg­um sam­töl­um.

„Það er ekki síst dýna­mík­in í svona fund­um. Það sem maður sér og skipt­ir máli er snert­ing­arn­ar, kaffipás­urn­ar, sam­töl­in sem maður á á milli funda, sem gefa okk­ur hvað mest.“

Hún seg­ir að það sé svo mik­il­vægt þegar heim sé komið að hafa síma­núm­er og geta hringt í fólk og leitað ráða eða aðstoðar eða boðið fram aðstoð.

„Mér finnst ekki síst kraft­ur­inn í svona fund­um fel­ast í óform­leg­um sam­töl­um,“ seg­ir Þor­gerður. En þrýst­ing­ur­inn er þarna, þó hann sé kurt­eis­leg­ur og óform­leg­ur. 

„Maður finn­ur þetta. Þetta er ekki fyrsti fund­ur­inn sem ég fæ að heyra þetta,“ seg­ir hún og held­ur áfram:

„En burt­séð frá okk­ur Íslend­ing­um þá sýn­ir þetta þung­an og al­vör­una í því að Evr­ópa er að taka til hjá sér sjálfri og gera sjálfa sig þannig úr garði að hún geti staðið gegn þeim ógn­um sem að okk­ur steðja, hvort sem það er frá Rússlandi eða óvin­veitt­um ríkj­um sem vilja grafa und­an lýðræði og frelsi og þeim þjóðum sem tala fyr­ir mann­rétt­ind­um.

Það er eitt og annað að verða fyr­ir þess­ari kerskni, en hún und­ir­strik­ar al­vör­una í heims­mál­un­um í dag.“

Sýn­ir að við erum að taka þessu al­var­lega

Spurð hvort hún hafi upp­lifað þrýst­ing frá Norður­lönd­un­um í þess­um efn­um vill hún ekki endi­lega meina það.

„Það sem er að koma inn í þetta, sem breyt­ist ekki, er að land­fræðileg lega lands­ins okk­ar er gríðarlega mik­il­væg og áhrifa­mik­il fyr­ir Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. Það er okk­ar stærsta spil, hvar við erum og hvernig við höf­um byggt upp okk­ar innviði og þekk­ingu.“

Þá seg­ir Þor­gerður gríðarlega já­kvætt hvað all­ir flokk­ar á Alþingi hafi tekið vel í að vinna hratt varn­ar- og ör­ygg­is­stefnu, og það skipti máli á er­lend­um fund­um að geta grein frá því að verið sé að móta slíka stefnu.

„Það er mik­il­vægt merki fyr­ir landið okk­ar og sýn­ir að við erum að taka þessu al­var­lega.“

mbl.is