Búast má við að skjálftar finnist í byggð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. apríl 2025

Búast má við að skjálftar finnist í byggð

Fleiri en 300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðasta sólahringinn og heldur áfram að draga úr skjálftavirkni, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu. Vísbendingar eru um að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi séu hafin á ný.

Búast má við að skjálftar finnist í byggð

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. apríl 2025

Vísindamenn Veðurstofunnar vakta svæðið allan sólarhringinn.
Vísindamenn Veðurstofunnar vakta svæðið allan sólarhringinn. mbl.is/Eyþór

Fleiri en 300 jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesskaga síðasta sóla­hring­inn og held­ur áfram að draga úr skjálfta­virkni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Veður­stofu. Vís­bend­ing­ar eru um að landris og kviku­söfn­un und­ir Svartsengi séu haf­in á ný.

Fleiri en 300 jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesskaga síðasta sóla­hring­inn og held­ur áfram að draga úr skjálfta­virkni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Veður­stofu. Vís­bend­ing­ar eru um að landris og kviku­söfn­un und­ir Svartsengi séu haf­in á ný.

Í til­kynn­ingu seg­ir að enn mæl­ist smá­skjálft­ar við kviku­gang­inn á 4-6 kíló­metra dýpi. Gikk­skjálft­ar vegna spennu­breyt­inga í kjöl­far mynd­un­ar kviku­gangs haldi áfram við Reykja­nestá og norðvest­an við Kleif­ar­vatn.

„Það má bú­ast við áfram­hald­andi jarðskjálft­um sem að geta fund­ist í byggð á meðan svæðið er að jafna sig,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Vís­bend­ing­ar um landris og kviku­söfn­un

„Sam­kvæmt nýj­ustu GPS-mæl­ing­um eru vís­bend­ing­ar um að landris og kviku­söfn­un und­ir Svartsengi sé hafið á ný. Frek­ari mæl­ing­ar næstu daga þarf til að meta hraða landriss­ins.“

Veður­stof­an seg­ir að vís­inda­menn haldi áfram að vakta svæðið all­an sól­ar­hring­inn og miðla upp­lýs­ing­um um þró­un­ina jafnóðum.

mbl.is