Gikkskjálftar á meðan svæðið jafnar sig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. apríl 2025

Gikkskjálftar á meðan svæðið jafnar sig

„Við erum enn þá að sjá þessa gikkskjálfta og það er alveg viðbúið að það haldi áfram á meðan svæðið er að jafna sig,“ seg­ir Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, um skjálftavirkni á Reykjanesskaganum.

Gikkskjálftar á meðan svæðið jafnar sig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 5. apríl 2025

Áfram dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaganum.
Áfram dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum enn þá að sjá þessa gikk­skjálfta og það er al­veg viðbúið að það haldi áfram á meðan svæðið er að jafna sig,“ seg­ir Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, um skjálfta­virkni á Reykja­nesskag­an­um.

„Við erum enn þá að sjá þessa gikk­skjálfta og það er al­veg viðbúið að það haldi áfram á meðan svæðið er að jafna sig,“ seg­ir Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, um skjálfta­virkni á Reykja­nesskag­an­um.

Í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar fyr­ir há­degi í dag kom fram að fleiri en 300 jarðskjálft­ar hefðu mælst á Reykja­nesskaga síðasta sóla­hring­inn.

„Það held­ur áfram að minnka jarðskjálfta­virkn­in. Við erum enn að sjá gikk­skjálfta og feng­um einn klukk­an 4.32 í nótt sem var 3,1 að stærð, norðnorðaust­ur af Krísu­vík,“ seg­ir Krístín Elísa.

Ann­ar skjálfti varð úti á Reykja­nes­hrygg klukk­an 11.41 í dag. Sá mæld­ist 3,4 að stærð.

mbl.is