Donald Trump Bandaríkjaforseta og Elon Musk, auðkýfingi og samstarfsmanni Trump, hafa verið mótmælt víða um heim í dag. Á annan tug þúsunda manna hafa safnast saman víðs vegar um Bandaríkin þar sem stjórnvaldsákvörðunum Trumps er mótmælt.
Donald Trump Bandaríkjaforseta og Elon Musk, auðkýfingi og samstarfsmanni Trump, hafa verið mótmælt víða um heim í dag. Á annan tug þúsunda manna hafa safnast saman víðs vegar um Bandaríkin þar sem stjórnvaldsákvörðunum Trumps er mótmælt.
Donald Trump Bandaríkjaforseta og Elon Musk, auðkýfingi og samstarfsmanni Trump, hafa verið mótmælt víða um heim í dag. Á annan tug þúsunda manna hafa safnast saman víðs vegar um Bandaríkin þar sem stjórnvaldsákvörðunum Trumps er mótmælt.
„Hann er að rífa þetta land í sundur. Þetta er ríkisstjórn kvartana,“ sagði einn mótmælendanna í samtali við AP-fréttastofuna.
Mótmælt hefur verið í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og voru þau skipulögð af yfir 150 hópum, þar á meðal mannréttindasamtökum, verkalýðsfélögum, fyrrverandi hermönnum og aðgerðarsinnum. Mótmælin hafa verið friðsöm og ekki hafa borist fréttir af handtökunum í kjölfarið.
Mótmælt var víða um heim og meðal annars var hópur fólks fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík að mótmæla í dag.
Samtök demókrata fyrir bandaríska ríkisborgara búsetta erlendis ákváðu að skipuleggja sambærileg mótmæli og í Bandaríkjunum í evrópskum stórborgum.
Mótmælt hefur verið m.a. í París, Berlín og London.