Rak varaforsetann fyrir ferð til Suðurskautslandsins

Íran | 5. apríl 2025

Rak varaforsetann fyrir ferð til Suðurskautslandsins

Masoud Pezeshkian, forseti Íran, rak varaforseta landsins sem hefur umsjón með málefnum þingsins vegna ferðar hans til Suðurskautslandsins. Íran glímir við óðaverðbólgu.

Rak varaforsetann fyrir ferð til Suðurskautslandsins

Íran | 5. apríl 2025

Masoud Pezeshkian, forseti Íran.
Masoud Pezeshkian, forseti Íran. AFP/Atta Kenare

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Íran, rak vara­for­seta lands­ins sem hef­ur um­sjón með mál­efn­um þings­ins vegna ferðar hans til Suður­skauts­lands­ins. Íran glím­ir við óðaverðbólgu.

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Íran, rak vara­for­seta lands­ins sem hef­ur um­sjón með mál­efn­um þings­ins vegna ferðar hans til Suður­skauts­lands­ins. Íran glím­ir við óðaverðbólgu.

Shahram Dabiri deildi mynd af sér og eig­in­konu sinni nærri Plancius-skemmti­ferðaskip­inu á sam­fé­lags­miðlum í lok mars.

Skipið hef­ur boðið upp á lúx­us­ferðir til Suður­skauts­lands­ins frá ár­inu 2009. Átta daga ferð fyr­ir einn kost­ar um það bil 3.900 evr­ur, eða um 570 þúsund krón­ur. 

„Á tím­um er efna­hags­á­hyggj­ur þjóðar­inn­ar eru mikl­ar... eru dýr­ar tóm­stunda­ferðir emb­ætt­is­manna, jafn­vel þó þær séu greidd­ar úr eig­in vasa, ekki rétt­læt­an­leg­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Pezes­hki­an for­seta um upp­sögn­ina. 

Dabiri er 64 ára gam­all lækn­ir að mennt og hef­ur verið ná­inn sam­starfsmaður for­set­ans. Hann var skipaður vara­for­seti í ág­úst. 

Rík­is­stjórn­in var harðlega gagn­rýnd eft­ir að Dabiri birti mynd­ina. Nokkr­ir stuðnings­menn for­set­ans hvöttu hann til þess að reka Dabiri. 

Rík­is­fjöl­miðill Íran greindi frá því í apríl að tals­menn Dai­biri sögðu mynd­ina hafa verið tekna áður en hann tók við embætti. 

mbl.is