Tollarnir skollnir á Ísland

Tollarnir skollnir á Ísland

Fyrstu tollaaðgerðir ríkisstjórnar Donalds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu tollana eða tíu prósent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raungerast þann 9. apríl.

Tollarnir skollnir á Ísland

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 5. apríl 2025

Stærstur hluti útflutnings til Bandaríkjanna er sjávarfang.
Stærstur hluti útflutnings til Bandaríkjanna er sjávarfang. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson

Fyrstu tollaaðgerðir rík­is­stjórn­ar Don­alds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu toll­ana eða tíu pró­sent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raun­ger­ast þann 9. apríl.

Fyrstu tollaaðgerðir rík­is­stjórn­ar Don­alds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu toll­ana eða tíu pró­sent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raun­ger­ast þann 9. apríl.

Eng­inn skort­ur hef­ur verið á gagn­rýni hag­fræðinga á aðgerðirn­ar og fjöldi grein­enda hef­ur sagt að aðferðir 20. ald­ar­inn­ar virki ekki fyr­ir 21. öld­ina.

Trump er ekki þekkt­ur að hlusta á slíkt böl­móðstal og sagði í dag að Banda­ríkja­menn gætu þurft að taka á sig efna­hags­legt högg til skamms tíma en sagðist jafn­framt sann­færður um að end­ingu muni þjóðin standa uppi með sterk­ari efna­hag en fyr­ir aðgerðirn­ar.

Von­ast eft­ir meiri fram­leiðslu í Banda­ríkj­un­um 

Er til­gáta Trump-stjórn­ar­inn­ar sú að fram­leiðend­ur muni í aukn­um mæli velja að fram­leiða vör­ur inn­an Banda­ríkj­anna frem­ur en að flytja þær inn vegna toll­anna.

Ástæða þess að Ísland fell­ur i lægsta toll­flokk helg­ast af því að meira er flutt inn af banda­rísk­um vör­um til Íslands en frá Íslandi til Banda­ríkj­anna. Þeir háu toll­ar sem skellt hef­ur verið á fjöl­mörg ríki helg­ast af því að slík­ur vöru­skipta­halli er nei­kvæður út frá sjón­ar­hóli Banda­ríkja­manna.

Tæki og sjáv­ar­fang 

Fram kem­ur í skýrslu Íslands­stofu að árið 2023 nam út­flutn­ing­ur til Banda­ríkj­anna frá Íslandi um 91 millj­arði króna. Stærsti ein­staki liður­inn voru tæki og vör­ur til lækn­inga og nam út­flutn­ing­ur­inn um 26 millj­örðum króna. Stærsti út­flutn­ingsaðil­inn í þeim flokki er Mar­el. Megnið af af­gangn­um er ým­iss kon­ar sjáv­ar­fang.

mbl.is