Fyrstu tollaaðgerðir ríkisstjórnar Donalds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu tollana eða tíu prósent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raungerast þann 9. apríl.
Fyrstu tollaaðgerðir ríkisstjórnar Donalds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu tollana eða tíu prósent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raungerast þann 9. apríl.
Fyrstu tollaaðgerðir ríkisstjórnar Donalds Trumps tóku í gildi í dag. Falla þær á þær þjóðir sem fengu á sig lægstu tollana eða tíu prósent. Svo vill til að Ísland er í þeim hópi. Fleiri tollaaðgerðir munu raungerast þann 9. apríl.
Enginn skortur hefur verið á gagnrýni hagfræðinga á aðgerðirnar og fjöldi greinenda hefur sagt að aðferðir 20. aldarinnar virki ekki fyrir 21. öldina.
Trump er ekki þekktur að hlusta á slíkt bölmóðstal og sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu þurft að taka á sig efnahagslegt högg til skamms tíma en sagðist jafnframt sannfærður um að endingu muni þjóðin standa uppi með sterkari efnahag en fyrir aðgerðirnar.
Er tilgáta Trump-stjórnarinnar sú að framleiðendur muni í auknum mæli velja að framleiða vörur innan Bandaríkjanna fremur en að flytja þær inn vegna tollanna.
Ástæða þess að Ísland fellur i lægsta tollflokk helgast af því að meira er flutt inn af bandarískum vörum til Íslands en frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þeir háu tollar sem skellt hefur verið á fjölmörg ríki helgast af því að slíkur vöruskiptahalli er neikvæður út frá sjónarhóli Bandaríkjamanna.
Fram kemur í skýrslu Íslandsstofu að árið 2023 nam útflutningur til Bandaríkjanna frá Íslandi um 91 milljarði króna. Stærsti einstaki liðurinn voru tæki og vörur til lækninga og nam útflutningurinn um 26 milljörðum króna. Stærsti útflutningsaðilinn í þeim flokki er Marel. Megnið af afgangnum er ýmiss konar sjávarfang.