Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Síðasta sólarhring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á skaganum og út á Reykjaneshrygg.
Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Síðasta sólarhring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á skaganum og út á Reykjaneshrygg.
Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Síðasta sólarhring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á skaganum og út á Reykjaneshrygg.
Í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofunnar segir að fjórir stærstu skjálftarnir hafi verið um 3 að stærð, staðsettir NV við Kleifarvatn og á Reykjanestá.
Segir að GPS-mælingar sýni nokkuð greinileg merki um að landris sé hafið undir Svartsengi.
„Að svo stöddu er erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þarf að bíða í nokkra daga til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi.“