550 skjálftar síðasta sólarhring

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. apríl 2025

550 skjálftar síðasta sólarhring

Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Síðasta sólarhring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á skaganum og út á Reykjaneshrygg.

550 skjálftar síðasta sólarhring

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 6. apríl 2025

Kortið sýnir yfirfarna jarðskjálfta frá því að eldgosið hófst 1. …
Kortið sýnir yfirfarna jarðskjálfta frá því að eldgosið hófst 1. apríl til dagsins í dag (kl. 11). Kort/Veðurstofa Íslands

Landris og jarðskjálfta­virkni held­ur áfram á Reykja­nesskaga. Síðasta sól­ar­hring hafa um 550 jarðskjálft­ar mælst á skag­an­um og út á Reykja­nes­hrygg.

Landris og jarðskjálfta­virkni held­ur áfram á Reykja­nesskaga. Síðasta sól­ar­hring hafa um 550 jarðskjálft­ar mælst á skag­an­um og út á Reykja­nes­hrygg.

Í til­kynn­ingu nátt­úru­vár­vakt­ar Veður­stof­unn­ar seg­ir að fjór­ir stærstu skjálft­arn­ir hafi verið um 3 að stærð, staðsett­ir NV við Kleif­ar­vatn og á Reykja­nestá.

Seg­ir að GPS-mæl­ing­ar sýni nokkuð greini­leg merki um að landris sé hafið und­ir Svartsengi.

„Að svo stöddu er erfitt að meta hraða kviku­söfn­un­ar og mögu­lega þarf að bíða í nokkra daga til að meta frek­ari þróun kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi.“

Súluritin sýna fjölda skjálfta á dag og klukkustund sem sjálfvirka …
Súlu­rit­in sýna fjölda skjálfta á dag og klukku­stund sem sjálf­virka jarðskjálfta­kerfið hef­ur staðsett frá 1. apríl. Kort/​Veður­stofa Íslands
mbl.is